Guðbjörg Kristjánsdóttir (Sóleyjartungu)
Guðbjörg Kristjánsdóttir frá Sóleyjartungu, húsfreyja, röntgenmyndari fæddist 23. janúar 1936 í Ási og lést 15. janúar 2013 á Heilbrigðisstofnuninni.
Foreldrar hennar voru Kristján Einarsson skipstjóri, f. 15. febrúar 1906, d. 7. október 1974, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1908, d. 9. mars 1997.
Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Eftir Gosið fékk hún þjálfun í röntgenmyndatökum á Landakotsspítala.
Hún starfaði við Samkomuhúsið fram að Gosi, en 1974 varð hún röntgenmyndari við Sjúkrahúsið og síðan í rúm 29 ár.
Þau Jóhann giftu sig 1954, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Sunnudal við Kirkjuveg 28, síðar á Búastaðabraut 9 og síðast við Dverghamar 31.
Jóhann Ingvar lést 2002 og Guðbjörg 2013.
I. Maður Guðbjargar (25. desember 1954), var Jóhann Ingvar Guðmundsson fiskimatsmaður, verkstjóri, flugvallarstjóri, f. 15. maí 1932, d. 23. janúar 2002.
Börn þeirra:
1. Margrét Klara Jóhannsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. ágúst 1954 á Sunnuhvoli. Fyrrum maður hennar Ragnar Sigurjónsson. Maður hennar Ólafur P. Hauksson.
2. Jenný Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 25. mars 1958 í Eyjum. Maður hennar Sveinn B. Sveinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 26. janúar 2013. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.