Jakobína Jónsdóttir (Nýjalandi)
Jakobína Bára Jónsdóttir frá Nýjalandi við Heimagötu, þjónustukona, veitingakona, starfsmaður við Heiðarskóla og síðan Akurskóla í Ytri-Njarðvík, fæddist 12. apríl 1949.
Foreldrar hennar voru Jón Björnsson frá Norður-Gerði, sjómaður, verkamaður, f. 18. janúar 1913, d. 6. desember 1999, og kona hans Oddný Larsdóttir frá Útstekk í Helgustaðahreppi við Reyðarfjörð, húsfreyja, f. 2. október 1916, d. 23. desember 2007.
Fósturforeldrar hennar voru Kristinn Helgason, f. 28. ágúst 1905, d. 9. apríl 1995, og Málfríður Larsdóttir, f. 13. maí 1912, d. 7. júlí 1996.
Börn Oddnýjar og Jóns:
1. Hlöðver Björn Jónsson, f. 25. júlí 1935, d. 8. apríl 1997.
2. Ólöf Lára Jónsdóttir, f. 23. júní 1945.
3. Jakobína Bára Jónsdóttir, f. 12. apríl 1949.
Jakobína fór í fóstur til Málfríðar Larsdóttur móðursystur sinnar í Keflavík 8 mánaða gömul vegna veikinda móður sinnar.
Þau Gunnar hófu sambúð, eignuðust þrjú börn.Þau bjuggu í Keflavík.
I. Maður Jakobínu er Gunnar Ólafsson lögreglumaður, leigubílstjói, fasteignasali, f. 28. apríl 1946. Foreldrar hans Ólafur Aðalsteinn Hanneson, f. 25. desember 1904, d. 27. október 1964, og Guðný Árnadóttir, f. 10. júní 1910, d. 21. febrúar 1977.
Börn þeirra:
1. Lárus Arnar Gunnarsson, f. 28. júní 1967.
2. Halla Geirlaug Gunnarsdóttir, f. 22. mars 1978.
3. Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir, f. 22. apríl 1981.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Jakobína.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.