Heiðar Björnsson (Norður-Gerði)
Arnfríð Heiðar Björnsson frá Norður-Gerði, sjómaður fæddist 7. júlí 1947 og lést 28. apríl 2008.
Foreldrar hans voru Björn Eiríkur Jónsson sjómaður, formaður, bóndi, f. 16. desember 1884, d. 30. apríl 1979, og síðari kona hans Brynheiður Ketilsdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1907, d. 11. janúar 2005.
Börn Hallberu fyrri konu Björns og hans:
1. Guðbjörg Árný Björnsdóttir, f. 31. desember 1907, d. 18. maí 1921.
2. Indlaug Gróa Valgerður Björnsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1910, d. 9. nóvember 1990.
3. Jón Björnsson sjómaður, síðast í Hafnarfirði, f. 18. janúar 1913, d. 6. desember 1999.
4. Guðbjörn Árni Björnsson matsveinn á Selfossi, síðast á Seltjarnarnesi, f. 7. október 1923, d. 5. maí 1982.
Börn Brynheiðar og Björns:
5. Hallberg Björnsson, f. 17. maí 1940, d. 25. september 1971.
6. Arnfríð Heiðar Björnsson, f. 7. júlí 1947, d. 28. apríl 2008.
7. Guðlaugur Grétar Björnsson, f. 1. júní 1950, d. 7. desember 2020.
Arnfríð Heiðar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf sjómennsku 14 ára á sumarúthaldi á Birni riddara, var síðan á ýmsum bátum, á Halkion VE, Kristbjörgu VE, Þorgeiri VE og á Ísleifi IV VE 1971. Það ár fór hann í útgerð með frænda sínum, Eggert Ólafssyni. Keyptu þeir 20 tonna bát, sem fékk nafnið Freyja VE, og voru á trolli á honum. Þeir seldu bátinn í desember 1973. Eftir það var hann á Gunnari Jónssyni VE og síðan á Ísleifi VE.
Þau Oda Debes giftu sig 1969, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Vestra-Stakkagerð í Eyjum 1966-1984, en fluttu þá til Færeyja. Þar vann Arnfríð Heiðar hjá Tórshafnar Skipasmiðju.
Hann lést 2008, jarðsettur í Færeyjum.
I. Kona Arnfríðs Heiðars er Oda Hildigarð Debes húsfreyja, f. 25. janúar 1948 í Færeyjum.
Börn þeirra:
1. Elsa Arnfríðsdóttir, f. 27. nóvember 1966.
2. Helga Arnfríðsdóttir, f. 20. ágúst 1971.
3. Hallberg Arnfríðsson, f. 22. júlí 1972.
4. Ólafur Debes Arnfríðsson, f. 14. desember 1973.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.