Ingibjörg Jónsdóttir (Þorlaugargerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja frá Þorlaugargerði eystra fæddist 14. mars 1934 á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja.
Foreldrar hennar voru Jón Guðjónsson frá Oddsstöðum, bóndi og skipasmiður í Þorlaugargerði, f. 2. ágúst 1903, d. 12. febrúar 1967, og kona hans Guðrún Jóhanna Jónsdóttir frá Suðurgarði, húsfreyja, f. 17. feb. 1906, d. 16. ágúst 1953.

Bróðir Ingibjargar er
1. Sigurgeir Jónsson kennari og blaðamaður í Gvendarhúsi, f. 26. júní 1942.
Uppeldissystir Ingibjargar er
2. Anna Jóhanna Oddgeirs húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, f. 30. okt. 1932.

Foreldrar Ingibjargar hófu sinn búskap í Suðurgarði, fluttu þaðan að Stóra-Hvammi og síðan að Eyjarhólum. Árið 1944 fluttu þau upp fyrir hraun að Þorlaugargerði eystra og tóku þar við búi af Rósu Eyjólfsdóttur húsfreyju, fósturmóður Jóns, en hún lést það sama ár. Þar tók Ingibjörg þátt í almennum sveitastörfum þess tíma, skepnuhirðingu, heyskap, reytingu á fugli og öðrum bústörfum.
Ingibjörg lauk barnaskólaprófi, en starfaði síðan m.a við fiskvinnslu og svo verslunarstörf bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Lengst af hefur hún verið húsfreyja í Þorlaugargerði eystra, en vann á síðasta áratug liðinnar aldar og til ársins 2004 sem bókavörður á Bókasafni Vestmannaeyja.
Þau hafa búið lengst af sínum búskap í Þorlaugargerði eystra og eru þar með nokkurn fjárbúskap.
Ingibjörg hóf snemma að skrá gömul húsanöfn í Eyjum. Á áttunda áratugnum afhenti hún skrána Þorsteini Þ. Víglundssyni, sem hélt starfinu áfram og birti að lokum í Bliki 1978, (sjá Blik 1978, Húsanöfn í Vestmannaeyjum).

Maður Ingibjargar, (17. júní 1957), er Garðar Arason verslunarmaður, f. 2. maí 1935 á Akureyri.
Börn þeirra eru:
1. Guðrún Garðarsdóttir starfsmaður forsætisnefndar Norðurlandaráðs, búsett í Reykjavík, f. 11. september 1955. Maður hennar er Max Dager, fyrrv. forstjóri Norræna hússins. Þau eiga eitt barn.
2. Friðrik Garðarsson kjötiðnaðarmaður, búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 18. desember 1956. Kona hans er Guðmunda Þorbjarnardóttir. Þau eiga fimm börn.
3. Fríða Garðarsdóttir flugumferðarstjóri, búsett í Kópavogi, f. 22. janúar 1960. Maður hennar er Odd Stenersen flugumferðarstjóri. Þau eiga tvö börn.
4. Sigríður Garðarsdóttir, f. 16. október 1963, sölustjóri, kaupmaður, framkvæmdastjóri, var búsett í Noregi. Fyrrum maður hennar Bogi Sigurðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.