Bogi Sigurðsson (verkfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bogi Sigurðsson.

Bogi Sigurðsson rekstrarverkfræðingur fæddist 29. nóvember 1961 í Eyjum.
Foreldrar hans Sigurður Líndal Viggósson tannlæknir, f. 19. október 1941 á Eskifirði, og kona hans Birna Magnea Bogadóttir verslunarmaður, f. 4. apríl 1943 í Eyjum.

Bogi lauk sveinsprófum í vélvirkjun 1981, varð stúdent í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1983, lauk M.Sc.-prófi í rekstrarverkfræði í Ålborg Universitetscenter í Danmörku 1988, sat Marketing strategic námskeið í Oxford 1989.
Bogi var markaðsstjóri tæknivara hjá Útflutningsráði Íslands 1988-1991, markaðsstjóri hjá Asiaco 1991-1992, þjónustustjóri hjá P. Samúelssyni hf. frá 1992. (1996).
Þau Sigríður giftu sig 1985, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Álaborg til 1988, síðan í Garðabæ, fluttu til Danmerkur 2008, til Noregs 2010. Þau skildu 2012.

I. Kona Boga, (10. ágúst 1985, skildu 2012), er Sigríður Garðarsdóttir húsfreyja, sölustjóri, kaupmaður, framkvæmdastjóri, f. 16. október 1963 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Garðar Bogason kjötskurðarmaður, f. 15. maí 1985 í Álaborg.
2. Birna Magnea Bogadóttir sölu- og viðskiptastjóri hjá IKEA, f. 20. ágúst 1988 í Rvk. Maður hennar er Kári Þráinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.