Friðrik Garðarsson (Þorlaugargerði)
Friðrik Garðarsson, frá Þorlaugargerði, kjötiðnaðarmaður fæddist 18. desember 1956 í Eyjum.
Foreldrar hans eru Garðar Arason frá Akureyri, verslunarstjóri, bóndi, f. 2. maí 1935, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir frá Þorlaugargerði, húsfreyja, f. 14. mars 1934.
Börn Ingibjargar og Garðars:
1. Guðrún Garðarsdóttir starfsmaður forsætisnefndar Norðurlandaráðs, búsett í Reykjavík, f. 11. september 1955. Maður hennar er Max Dager, fyrrv. forstjóri Norræna hússins.
2. Friðrik Garðarsson kjötiðnaðarmaður, búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 18. desember 1956. Kona hans er Guðmunda Þorbjarnardóttir.
3. Fríða Garðarsdóttir flugumferðarstjóri, búsett í Kópavogi, f. 22. janúar 1960. Maður hennar er Odd Stenersen flugumferðarstjóri.
4. Sigríður Garðarsdóttir, f. 16. október 1963, sölustjóri, kaupmaður, framkvæmdastjóri, aðstoðarmaður optikers, var búsett í Noregi. Fyrrum maður hennar Bogi Sigurðsson.
Friðrik eignaðist barn með Önnu 1980.
Þau Kristín Elínborg hófu sambúð, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Guðmunda giftu sig, eignuðust ekki börn saman.
I. Barnsmóðir Friðriks er Anna Vígsteinsdóttir, f. 21. janúar 1961.
Barn þeirra:
1. Vilborg Hrönn Friðriksdóttir, f. 12. júní 1980 í Eyjum.
II. Fyrrum sambúðarkona Friðriks er Kristín Elínborg Ívarsdóttir, f. 21. apríl 1959. Foreldrar hennar Ívar Jónsson, f. 18. september 1904, d. 6. nóvember 1978, og Guðbjörg Steindórsdóttir, f. 29. febrúar 1924, d. 27. apríl 2010.
Börn þeirra:
2. Ívar Sveinn Friðriksson, f. 6. september 1989 á Akureyri .
3. Lára Björg Friðriksdóttir, f. 15. október 1992 í Rvk.
4. Þórbergur Friðriksson, f. 27. desember 1993 í Rvk.
I. Kona Friðriks er Guðmunda Ingibjörg Þorbjörnsdóttir, f. 12. ágúst 1961. Foreldrar hennar Þorbjörn Gissurarson, f. 8. júní 1934, d. 13. júlí 2011, og Dagrún Kristjánsdóttir, f. 3. janúar 1936.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.