Ingibjörg Ágústsdóttir (Skálanesi)
Ingibjörg Ágústsdóttir frá Skálanesi, húsfreyja fæddist f. 16. desember 1903 í Vegg og lést 10. janúar 1991 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Foreldrar hennar voru Ágúst Sigurður Sveinbjörnsson sjómaður, f. 18. ágúst 1965 á Skálanesi við Seyðisfjörð, N-Múl., d. 22. desember 1934, og kona hans Kristín Ólafsdóttir frá Litlakoti, húsfreyja, f. þar 8. september 1868, d. 6. janúar 1944.
Börn Kristínar og Ágústs:
1. Petrún Ólöf Ágústsdóttir húsfreyja, (nefnd Petrína við jarðsetningu), síðast á Svalbarðseyri við Eyjafjörð, f. 14. maí 1898 á Nesi í Norðfirði, d. 5. mars 1985.
2. Anna Oddný Ágústsdóttir Olsen húsfreyja, f. 20. ágúst 1900 í Norðfirði, d. 12. maí 1959. Bjó í Reykjavík
3. Ingibjörg Ágústsdóttir húsfreyja, síðast á Breiðabóli á Svalbarðsströnd, f. 16. desember 1903, d. 10. janúar 1991.
4. Kristín Ágústa Ágústsdóttir, f. 5. september 1906, d. 27. september 1906.
5. Ágústa Kristín Ágústsdóttir húsfreyja og kaupkona, f. 14. september 1908, d. 20. janúar 2004.
Barn Kristínar:
6. Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1893, d. 24. júní 1984. Hún var kona Stefáns Vilhjálmssonar á Litlu-Grund og í Hábæ, f. 24. ágúst 1890.
Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Vegg 1903, á Kirkjubæ 1906-1912, í Skálanesi frá 1911-1920.
Hún fluttist til Keflavíkur 1919, þar sem hún hitti Sigmar. Þá lá leiðin til Svalbarðaseyrar.
Sigmar stundaði sjómennsku á Svalbarðseyri, var vélstjóri.
Þau Sigmar giftu sig 1925, eignuðust þrjú börn. Þau fluttu til Eyja 1926 með Ástu, bjuggu í Skálanesi með Kristínu og Ágústi 1927 og 1930. Þau eignuðust Jóhannes Pétur þar 1929.
Þau fluttust til Keflavíkur 1930 og bjuggu þar til 1937, en þá fluttu þau til Svalbarðseyrar og bjuggu þar síðan, í fyrstu í Njarðarhúsi, en síðar í húsi sínu Breiðabliki.
Ingibjörg lést 1991 og Sigmar 2001.
I. Maður Ingibjargar, (9. maí 1925), var Sigmar Bergvin Benediktsson sjómaður, vélstjóri, frystihússtjóri, f. 25. október 1903, d. 3. mars 2001.
Börn þeirra:
1. Ásta Sigmarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, heildsali, f. 3. nóvember 1925, d. 29. janúar 2019. Maður hennar Bjarni Sveinsson.
2. Jóhannes Pétur Sigmarsson múrari, vélstjóri í Njarðvík, f. 9. september 1929 í Skálanesi, d. 18. desember 2008. Kona hans Jóhanna Þorsteinsdóttir.
3. Ingi Sigurður Bergvin Sigmarsson búfræðingur, verslunarmaður í Reykjavík, f. 17. júlí 1934. Kona hans Lilja Þorsteinsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 19. janúar 1991 og 10. mars 2001. Minningar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.