Ágúst Sigurður Sveinbjörnsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ágúst Sigurður Sveinbjörnsson frá Skálanesi við Seyðisfjörð í N-Múl., sjómaður, verkamaður fæddist þar 18. ágúst 1865 og lést 22. desember 1934.
Foreldrar hans voru Sveinbjörn Guttormsson frá Árnastöðum í Loðmundarfirði, bóndi í Dölum og á Steinsnesi í Mjóafirði, f. 4. maí 1832, d. 27. apríl 1905, og kona hans Petrún Árnadóttir frá Skálanesi, húsfreyja, f. 1841, d. 5. desember 1894.

Ágúst var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Dölum í Mjóafirði 1880 og 1890.
Hann var lausamaður á Kolableikseyri 1895, flutti til Norðfjarðar 1896, dvaldi þar í fimm ár. Þá kom hann til baka með Kristínu og tvær dætur þeirra.
Þau giftu sig á Norðfirði 1898, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra, voru í húsmennsku á Kolableikseyri við Mjóafjörð eystri 1901-1902 og á Melum þar 1902-1903.
Þau fluttust til Eyja 1903 og bjuggu í Vegg við fæðingu Ingibjargar á því ári. Ágúst var sjómaður á Kirkjubæ 1906 með Kristínu og þrem dætrum þeirra, en þau eignuðust og misstu Kristínu Ágústu á því ári.
Þau bjuggu á Kirkjubæ 1911, en Anna Oddný var tökubarn á Breiðabliki hjá Gísla J. Johnsen og Önnu Ásdísi Gísladóttur Johnsen.
Þau byggðu Skálanes voru komin þangað 1912 og bjuggu þar með Ingibjörgu og Ágústu, en Anna Oddný var enn í fóstri á Breiðabliki og Petrún var vinnukona á Svalbarði.
Þau bjuggu enn í Skálanesi 1920 með Ingibjörgu og Ágústu, en 1926 með Ingibjörgu og fjölskyldu hennar og einnig 1930.
Ágúst Sigurður lést 1934 af falli af þaki Skálaness og Kristín lést 1944.

I. Kona Ágústs Sigurðar, (1898), var Kristín Ólafsdóttir frá Litlakoti, húsfreyja, f. 8. september 1868, d. 6. júní 1944.
Börn þeirra hér:
1. Petrún Ólöf Ágústsdóttir, (nefnd Petrína við jarðsetningu), síðast á Svalbarðseyri við Eyjafjörð, f. 14. maí 1898 á Nesi í Norðfirði, d. 5. mars 1985.
2. Anna Oddný Ágústsdóttir Olsen húsfreyja á Eiðinu 1920, f. 20. ágúst 1900 í Norðfirði, d. 12. maí 1959. Bjó í Reykjavík.
3. Ingibjörg Ágústsdóttir húsfreyja, síðast á Breiðabóli á Svalbarðsströnd, f. 16. desember 1903, d. 10. janúar 1991.
4. Kristín Ágústa Ágústsdóttir, f. 5. september 1906, d. 27. september 1906.
5. Ágústa Kristín Ágústsdóttir húsfreyja og kaupkona, f. 14. september 1908, d. 20. janúar 2004.
Barn Kristínar fyrir hjónaband:
6. Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1893, d. 24. júní 1984. Hún var kona Stefáns Vilhjálmssonar á Litlu-Grund og í Hábæ, f. 24. ágúst 1890.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Morgunblaðið 30. janúar 2004. Minning Ágústu Kristínar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.