Ágústa Kristín Ágústsdóttir (Skálanesi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ágústa Kristín Ágústsdóttir.

Ágústa Kristín Ágústsdóttir frá Skálanesi, húsfreyja, kaupkona fæddist 14. september 1908 á Kirkjubæ og lést 20. janúar 2004 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Foreldrar hennar voru Ágúst Sigurður Sveinbjörnsson sjómaður, f. 18. ágúst 1965 á Skálanesi við Seyðisfjörð, N-Múl., d. 22. desember 1934, og kona hans Kristín Ólafsdóttir frá Litlakoti, húsfreyja, f. þar 8. september 1868, d. 6. janúar 1944.

Börn Kristínar og Ágústs:
1. Petrún Ólöf Ágústsdóttir húsfreyja, (nefnd Petrína við jarðsetningu), síðast á Svalbarðseyri við Eyjafjörð, f. 14. maí 1898 á Nesi í Norðfirði, d. 5. mars 1985.
2. Anna Oddný Ágústsdóttir Olsen húsfreyja, f. 20. ágúst 1900 í Norðfirði, d. 12. maí 1959. Bjó í Reykjavík
3. Ingibjörg Ágústsdóttir húsfreyja, síðast á Breiðabóli á Svalbarðsströnd, f. 16. desember 1903, d. 10. janúar 1991.
4. Kristín Ágústa Ágústsdóttir, f. 5. september 1906, d. 27. september 1906.
5. Ágústa Kristín Ágústsdóttir húsfreyja og kaupkona, f. 14. september 1908, d. 20. janúar 2004.
Barn Kristínar fyrir hjónaband:
6. Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1893, d. 24. júní 1984. Hún var kona Stefáns Vilhjálmssonar á Litlu-Grund og í Hábæ, f. 24. ágúst 1890.

Ágústa var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, á Kirkjubæ og í Skálanesi. Hún dvaldi eitt ár á Syðri-Hóli undir Eyjafjöllum hjá hjónunum Guðríði og Jakobi Jónssyni, er hún var á níunda árinu, en þar var Ingibjörg systir hennar kaupakona. Einnig var hún um skeið í fóstri hjá Ásdísi og Gísla Johnsen í Eyjum og Reykjavík.
Hún var vinnukona hjá Ástþóri Matthíassyni og Sigríði á Breiðabliki 1930, fluttist til Keflavíkur 1932 og þar bjó hún síðan nema 1945-1949, er hún bjó í Reykjavík.
Ágústa vann m.a. við símavörslu, en keypti Matarbúðina í Keflavík og rak hana ásamt Stefáni síðari manni sínum. Hún nefndi verslunina Breiðablik eftir húsinu í Eyjum, þar sem hún var í fóstri um skeið.
Þau Sverrir giftu sig 1932, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Stefán giftu sig 1960, eignuðust eitt barn.
Kristín Ágústa lést 2004 og Stefán 2009.

Ágústa Kristín var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (29. október 1932, skildu), var Sverrir Júlíusson símstöðvarstjóri, útgerðarmaður, framkvæmdastjóri, forstjóri, alþingismaður m.m., f. 12. október 1912 í Keflavík, d. 30. apríl 1990. Foreldrar hans voru Júlíus Björnsson sjómaður, f. 25. júní 1853, d. 5. september 1928, og síðari kona hans Sigríður S. Sveinsdóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1882, d. 21. nóvember 1963.
Börn þeirra:
1. Kristinn Ágúst Sverrisson kaupmaður, f. 23. desember 1932, d. 9. maí 1957. Maki hans Sigríður Kristjánsdóttir.
2. Sigurður Júlíus Sverrisson nemi, f. 14. ágúst 1934, d. 16. febrúar 1953.
3. Alma Valdís Sverrisdóttir lögfræðingur, f. 18. janúar 1943. Maður hennar Egill Jónsson tæknifræðingur í Garðabæ, f. 4. mars 1940.

II. Síðari maður Ágústu Kristínar, (11. desember 1960), var Stefán Egilsson kaupmaður, f. 4. mars 1918, d. 17. september 2009. Foreldrar hans voru Egill Jónsson sjómaður í Hafnarfirði, f. 13. september 1889, drukknaði 8. febrúar 1925, og kona hans Þjóðbjörg Þórðardóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1891, d. 27. janúar 1984.
Barn þeirra:
4. Ásdís Björg Stefánsdóttir bankastarfsmaður, f. 31. ágúst 1954, d. 27. apríl 2018. Maður hennar Sveinbjörn Sigurður Reynisson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkir samtíðarmenn. Jón Guðnason og Pétur Haraldsson. Bókaútgáfan Samtíðarmenn. Reykjavík 1965-1970.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 30. janúar 2004. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.