Ásta Sigmarsdóttir (Skálanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ásta Sigmarsdóttir.

Ásta Sigmarsdóttir frá Skálanesi, húsfreyja, kaupmaður, heildsali fæddist 3. nóvember 1925 á Breiðabóli á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð og lést 29. janúar 2019 á hjúkrunarheimilinu í Lögmannshlíð á Akureyri.
Foreldrar hennar voru Sigmar Bergvin Benediktsson frá Breiðabóli, vélstjóri, skipstjóri, síðar frystihússtjóri, f. 25. nóvember 1903, d. 3. mars 2001, og kona hans Ingibjörg Ágústsdóttir frá Skálanesi, húsfreyja, f. 16. janúar 1903 í Vegg, d. 10. janúar 1901.

Börn Ingibjargar og Sigmars:
1. Ásta Sigmarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, heildsali, f. 3. nóvember 1925, d. 29. janúar 2019. Maður hennar Bjarni Sveinsson.
2. Jóhannes Pétur Sigmarsson múrari, vélstjóri í Ytri-Njarðvík, f. 9. september 1929 í Skálanesi, d. 18. desember 2008. Kona hans Jóhanna Þorsteinsdóttir.
3. Sigurður Ingi Bergvin Sigmarsson búfræðingur, verslunarmaður í Reykjavík, f. 17. júlí 1934. Kona hans Lilja Þorsteinsdóttir.

Ásta ólst upp í Eyjum, Keflavík og á Svalbarðseyri og gekk þar í skóla. Sótti framhaldsnám við Héraðsskólann á Laugum í Reykjadal.
Hún vann við búðina í Vaglaskógi á sumrum og síðar við verslunarstörf í bókabúðinni Eddu á Akureyri.
Lengst starfaði hún við verslun þeirra hjóna eða um tveggja áratuga skeið, Leðurvörur hf., sem stofnuð var 1960 á Akureyri. Enn fremur ráku þau hjón þrjár verslanir í Reykjavík með Sólveigu systur Bjarna.
Samhliða verslunarrekstri stóðu þau Bjarni að innflutningi á ýmsum vörum og ráku heildverslun. Eftir að verslunarrekstri lauk og Bjarni sneri sér aftur að sinni iðngrein, múrverkinu, hóf Ásta störf við sölu vefnaðarvöru í Skemmunni, Pálínu og Vogue á Akureyri.
Þau Bjarni giftu sig 1951, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í fyrstu á Brekkugötu 3, en síðust 25 árin á Glerárgötu 14.
Bjarni lést 2012. Síðustu ár Ástu dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu í Lögmannshlíð. Hún lést 2019.

I. Maður Ástu, (27. júní 1951), var Bjarni Sveinsson framkvæmdastjóri, múrarameistari, f. 27. júní 1929 á Akureyri, d. 7. apríl 2012. Foreldrar hans voru Sveinn Bjarnason kennari, framfærslufulltrúi á Akureyri, f. 18. maí 1885, d. 15. júní 1960, og kona hans Björg Jóhanna Vigfúsdóttir húsfreyja, kjólameistari, f. 16. febrúar 1897, d. 19. maí 1972.
Börn þeirra:
1. Sveinn Bjarnason, f. 25. ágúst 1949. Kona hans Alda Benediktsdóttir.
2. Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 11. desember 1950. Fyrrum maður Gísli Freysteinsson.
3. Björg Bjarnadóttir, f. 10. nóvember 1952. Sambúðarmaður, látinn, var Sigurður Jóhannsson.
4. Sigmar Bergvin Bjarnason, f. 25. maí 1954. Kona hans Þóra Berg Jónsdóttir.
5. Alma Sveinbjörg Bjarnadóttir, f. 29. september 1957. Maður hennar Antonio Perrone.
6. Bjarni Bjarnason, f. 29. ágúst 1964. Kona hans Margrét Pálsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.