Margrét Þorsteinsdóttir (Vegbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Guðlaug Þorsteinsdóttir á Vegbergi, húsfreyja fæddist 1. maí 1896 og lést 5. ágúst 1960.
Foreldrar hennar voru og Þorsteinn Vigfússon vinnumaður, lengi á Egilsstöðum á Héraði, f. 7. janúar 1847, d. 31. janúar 1898, ,,mesti trúleiksmaður,“ segir Einar Jónsson í Ættum Austfirðinga, og Ingibjörg Björgólfsdóttir vinnukona, f. 1862, d. 30. apríl 1900.

Margrét var með móður sinni í Ási í Fellum 1898, en móðir hennar var sjúklingur og lést, er Margrét var tæpra fjögurra ára.
Hún var fósturbarn á Karlsskála í Eskifirði 1901 hjá Gunnlaugi Björgólfssyni bónda, móðurbróður sínum og Valgerði Stefánsdóttur konu hans. Hún var með þeim á Helgustöðum þar 1910.
Margrét eignaðist Hlíf Sigríði á Flögu í Breiðdal 1920, fluttist með hana til Eyja 1925.
Þau Ingibergur bjuggu í Einarshöfn 1925, hún ,,unnusta hans“, nýkomin frá Seyðisfirði með dóttur sína 5 ára.
Þau Margrét eignuðust Egil Skúla 1926 og giftu sig á því ári.
Þau bjuggu á Hoffelli 1930, Brautarholti 1940, Vegbergi 1945 með Agli Skúla og fóstursyni sínum Erlingi Þór Gissurarsyni.
Hjónin önnuðust mörg börn um skeið og tvö þeirra urðu uppeldisbörn þeirra, Erlingur Þór og Ebba Unnur.
Þau fluttust til Reykjavíkur þar sem Ingibergur vann við fatapressun hjá Föt h.f. Þau bjuggu síðast á Bústaðavegi 7, létust bæði 1960.

I. Barnsfaðir Margrétar var Sigurjón Markússon sýslumaður á Eskifirði, síðar stjórnarráðsfulltrúi í Reykjavík, f. 27. ágúst 1879, d. 8. nóvember 1959.
Barn þeirra:
1. Hlíf Sigríður Sigurjónsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 16. ágúst 1920, d. 8. júlí 2011.

II. Maður Margrétar, (4. júlí 1926), var Ingibergur Jónsson verkamaður, f. 12. júlí 1897 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1960.
Börn þeirra:
1. Egill Skúli Ingibergsson raforkuverkfræðingur, borgarstjóri, f. 23. mars 1926 í Eyjum.
Fósturdóttir Ingibergs, dóttir Margrétar frá fyrra sambandi:
2. Hlíf Sigríður Sigurjónsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 16. ágúst 1920, d. 8. júlí 2011.
Fósturbörn hjónanna voru:
3. Erlingur Þór Gissurarson véltæknifræðingur, f. 2. mars 1934, d. 4. nóvember 2008 í Svíþjóð.
4. Ebba Unnur Jakobsdóttir, f. 23. febrúar 1945.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.