Ebba Unnur Jakobsdóttir
Ebba Unnur Jakobsdóttir, frá Vegbergi við Skólaveg 32, húsfreyja, ræstitæknir fæddist 23. febrúar 1945 í Rvk.
Foreldrar hennar voru Fríða Jóhanna Jónsdóttir, húsfreyja, f. 3. júní 1914, d. 26. maí 1995, og Jacob Rorik, bandarískur hermaður.
Fósturforeldrar Ebbu voru Margrét Guðlaug Þorsteinsdóttir á Vegbergi, húsfreyja, f. 1. maí 1896, d. 5. ágúst 1960, og maður hennar Ingibergur Jónsson, sjómaður, verslunarmaður, verkamaður, f. 12. júlí 1897, d. 15. apríl 1960.
Börn Margrétar og Ingibergs:
1. Egill Skúli Ingibergsson raforkuverkfræðingur, borgarstjóri, f. 23. mars 1926 í Eyjum.
Fósturdóttir Ingibergs, dóttir Margrétar frá fyrra sambandi:
2. Hlíf Sigríður Sigurjónsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 16. ágúst 1920, d. 8. júlí 2011.
Fósturbörn hjónanna voru:
3. Erlingur Þór Gissurarson véltæknifræðingur, f. 2. mars 1934, d. 4. nóvember 2008 í Svíþjóð.
4. Ebba Unnur Jakobsdóttir, f. 23. febrúar 1945.
Ebba kom í fóstur til Margrétar og Ingibergs á Vegbergi eins og hálfs árs gömul og ólst upp hjá þeim.
Þau Jóhann Sveinn giftu sig, eignuðust fjögur börn, bjuggu í Rvk. Þau skildu.
Þau Jónas Helgi giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau búa í Rvk.
I. Maður Ebbu Unnar, skildu, er Jóhann Sveinn Einarsson, f. 7. ágúst 1945. Foreldrar hans Einar Jóhann Einarsson, f. 8. apríl 1912, d. 10. september 1945, og Björnfríður Sigurðardóttir, f. 9. júní 1914, d. 17. janúar 1999.
Börn þeirra:
1. Margrét Indíana Jóhannsdóttir, f. 30. nóvember 1961.
2. Ingibergur Jóhannsson, f. 30. nóvember 1964.
3. Björn Anton Jóhannsson, f. 26. júní 1966.
4. Einar Jóhann Jóhannsson, f. 25. maí 1973.
II. Maður Ebbu Unnar er Jónas Helgi Guðjónsson, húsasmíðameistari, f. 28. mars 1943. Foreldrar hans Guðjón Gunnar Jóhannsson, f. 15. júní 1910, d. 7. mars 2002, og Kristín Jónasdóttir, húsfreyja, verkakona, f. 2. desember 1916, d. 10. júní 2006.
Barn þeirra:
5. Jónas Helgi Jónasson, f. 19. desember 1981.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.