Egill Skúli Ingibergsson
Egill Skúli Ingibergsson frá Vegbergi, raforkuverkfræðingur, borgarstjóri í Reykjavík fæddist 28. mars 1926 í Einarshöfn og lést 22. desember 2021.
Foreldrar hans voru Ingibergur Jónsson sjómaður, vélstjóri, verslunarmaður, verkamaður, f. 12. júlí 1897 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1960, og kona hans Margrét Guðlaug Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1896 í Dalhúsum í N-Múl., d. 5. ágúst 1960.
Barn Margrétar og Sigurjóns Markússonar:
1. Hlíf Sigríður Sigurjónsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 16. ágúst 1920, d. 8. júlí 2011.
Barn Margrétar og Ingibergs:
1. Egill Skúli Ingibergsson raforkuverkfræðingur, borgarstjóri, f. 23. mars 1926 í Eyjum.
Fósturbörn hjónanna voru:
3. Erlingur Þór Gissurarson véltæknifræðingur, f. 2. mars 1934, d. 4. nóvember 2008 í Svíþjóð.
4. Ebba Unnur Jakobsdóttir, f. 23. febrúar 1945.
Egill Skúli var með foreldrum sínum í æsku, í Einarshöfn, á Hoffelli, í Brautarholti 1940 og á Vegbergi.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1942, varð stúdent í Verslunarskóla Íslands og stærðfræðideild Menntaskóans í Reykjavík.
Egill Skúli lauk BS-gráðu í verkfræði í Háskóla Íslands og mastersgráðu í rafmagnsverkfræði í DTH í Kaupmannahöfn 1954.
Hann vann hjá Orkumálastofnun og Rafmagnsveitum Ríkisins til ársloka 1958, vann við Reiðhjallavirkjun og í Bolungarvík 1959, vann við uppsetningu véla og gangsetningu í Mjólkárvirkjun og var rafveitustjóri Rafmagnsveitna ríkisins á Vestfjörðum.
Egill Skúli stofnaði ásamt Guðmundi Jónssyni verkfræðistofuna Rafteikningu í Reykjavík og var yfirverkfræðingur hjá Rafmagnsveitum ríkisins.
Árið 1968 var hann aðstoðarrekstrarstjóri Landsvirkjunar, 1969 -1975 var hann staðarverkfræðingur Búrfellsvirkjunar og Sigölduvirkjunar, árin 1975-1978 vann hann hjá Rafteikningu.
Egill Skúli var borgarstjóri í Reykjavík 1978-1982, framkvæmdastjóri Kísilmálmverksmiðjunnar 1982-1983.
Hann kenndi verkefnastjórnun og skipulag á vegum Stjórnunarfélags Íslands, framkvæmdastjóri bygginganefndar Þjóðarbókhlöðunnar og samstarfsnefndar um nýtt Landsbókasafn-Háskólabókasafn Íslands.
Egill Skúli var í stjórn og formaður Verkfræðingafélagsins, formaður Ljóstæknifélags Íslands 1990-1994 og Velunnarafélags Borgarspítalans 1983-2008, var í nefnd hjá Lagnafélagi Íslands 1993-2015, þýddi staðla og tæknirit fyrir Ljóstæknifélagið.
Skúli var Heiðursfélagi í Verkfræðingafélaginu, Verkefnastjórnunarfélagi Íslands, í Lagnafélagi Íslands og í Ljóstæknifélagi Íslands.
Þau Ólöf Elín giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Skerjafirði og síðan í Kringlunni.
Ólöf Elín lést 2019 og Egill Skúli 2021.
I. Kona Egils Skúla, (2. ágúst 1952), var Ólöf Elín Davíðsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1930, d. 11. september 2019. Foreldrar hennar voru Davíð Guðjónsson trésmíðameistari, f. 16. september 1902 Arnarstöðum í Hraungerðishreppi, d. 12. maí 1984, og kona hans Kristjana Margrét Árnadóttir, f. 22. janúar 1908 á Hofsósi, d. 21. september 1970.
Börn þeirra:
1. Kristjana Skúladóttir kennari í Reykjavík, f. 27. júní 1955. Maður hennar Þórólfur Óskarsson.
2. Valgerður Skúladóttir húsfreyja, kaupmaður í Reykjavík, f. 30. júní 1956. Maður hennar Gunnar Helgi Sigurðsson.
3. Inga Margrét Skúladóttir félagsráðgjafi á Selfossi, f. 12. desember 1960. Maður hennar Ólafur Björnsson.
4. Davíð Skúlason viðskiptafræðingur, f. 22. janúar 1964. Fyrrum kona hans Shannon Marlene Sears. Sambúðarkona hans Fanney Hrafnkelsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 10. janúar 2022. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.