Indíana Sturludóttir (Valhöll)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Indíana Sturludóttir.

Indíana Sturludóttir frá Hvassafelli, húsfreyja fæddist 12. nóvember 1909 á Búastöðum og lést 15. október 1998.
Foreldrar hennar voru Sturla Indriðason verkamaður, sjómaður, f. 19. september 1878 á Vattarnesi við Reyðarfjörð, d. 1. janúar 1945, og kona hans Jórunn Fríður Lárusdóttir frá Búastöðum, húsfreyja, f. 17. apríl 1880, d. 6. október 1959.

Börn Fríðar og Sturlu voru:
1. Lára Kristín Sturludóttir húsfreyja, f. 24. september 1905, d. 23. maí 1972, kona Þorgeirs Frímannssonar kaupmanns.
2. Indíana Björg Sturludóttir, f. í desember 1908, d. 6. febrúar 1909.
3. Indíana Björg Sturludóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1909, d. 15. október 1998, kona Más Frímannssonar bifreiðaeftirlitsmanns í Valhöll,
4. Snorri Sturluson, f. 12. maí 1911, d. 15. september 1911.
5. Jón Alfreð Sturluson, málarameistari í Reykjavík, f. 23. nóvember 1912, d. 31. október 1983, kvæntur Steinunni Jónsdóttur af Akranesi.
6. Jóhann Pétur Júlíus Sturluson, vélameistari í Reykjavík, f. 23. september 1919, síðast á Spáni, d. 15. maí 1997, kvæntur Guðríði Friðriksdóttur frá Þórshöfn.

Indíana var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Már giftu sig 1927, eignuðust fimm börn, en misstu tvö þeirra á fyrsta ári þeirra. Þau bjuggu á Hvassafelli, en síðan í Valhöll við Strandveg 43 Indíana flutti til Reykjavíkur eftir lát Más, vann hjá Náttúrulækningafélagi Íslands, en flutti aftur til Eyja og dvaldi í Hraunbúðum síðustu tuttugu ár ævinnar.
Már lést 1965 og Indíana 1998.

I. Maður Indíönu, (17. desember 1927), var Már Frímannsson bifreiðastjóri, bifreiðaeftirlitsmaður, f. 20. mars 1904 á Kvíslarhóli á Tjörnesi, S.-Þing., d. 27. desember 1965.
Börn þeirra:
1. Friðþjófur Sturla Másson sjómaður, verkstjóri, f. 25. mars 1927 á Hvassafelli, d. 26. febrúar 2020. Kona hans Jórunn Einarsdóttir.
2. Reynir Frímann Másson verslunarstjóri, f. 29. janúar 1933 á Hvassafelli, d. 19. júní 1979. Kona hans Helga Tómasdóttir Geirssonar.
3. Drengur, f. 10. nóvember 1940, d. sama dag.
4. Kjartan Másson, f. 6. september 1942 í Valhöll, d. 16. mars 1943.
5. Kjartan Másson íþróttakennari, fiskimatsmaður, frystihússrekandi, verkstjóri, f. 17. apríl 1946 í Valhöll. Fyrrum kona hans Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir. Síðari kona hans Anna Eygló Fanndal Skaftadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.