Kjartan Másson (Valhöll)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kjartan Másson frá Valhöll, íþróttakennari, þjálfari, fiskimatsmaður, fiskverkandi, verkstjóri fæddist þar 17. apríl 1946.
Foreldrar hans voru Már Frímannsson bifreiðaeftirlitsmaður, f. 20. mars 1904, d. 29. desember 1965, og kona hans Indíana Björg Sturludóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1909, d. 15. október 1998.

Börn Indíönu og Más:
1. Friðþjófur Sturla Másson sjómaður, f. 25. mars 1927 á Hvassafelli, d. 26. febrúar 2020. Kona hans Jórunn Einarsdóttir.
2. Reynir Frímann Másson verslunarstjóri, f. 29. janúar 1933 á Hvassafelli, d. 19. júní 1979. Kona hans Helga Tómasdóttir Geirssonar.
3. Drengur, f. 10. nóvember 1940, d. sama dag.
4. Kjartan Másson, f. 6. september 1942 í Valhöll, d. 16. mars 1943.
5. Kjartan Másson íþróttakennari, þjálfari, fiskimatsmaður, fiskverkandi, verkstjóri, f. 17. apríl 1946 í Valhöll. Fyrrum kona hans Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir Zóphoníassonar. Síðari kona hans Anna Eygló Fanndal Skaftadóttir.

Kjartan var með foreldrum sínum í æsku, en lauk gagnfræðaprófi í Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1964.
Hann lauk námi í Íþróttakennaraskóla Íslands 1966, sat fiskimatsnámskeið 1970.
Kjartan hefur stundað íþróttakennslu og -þjálfun.
Hann flutti til Þorlákshafnar í Gosinu 1973, var fiskimatsmaður þar og í Garði, sneri til Eyja 1975 og var verkstjóri í Eyjabergi h.f. til 1984, en flutti þá til Keflavíkur, var þar verkstjóri hjá Miðnesi hf., útgerðarstjóri um skeið, rak fiskverkunarfyrirtækið Baldvin og Kjartan í 3 ár, en það var undanfari Netfisks hf.
Hann býr nú í Sandgerði.
Þau Sigfríður giftu sig 1967, eignuðust tvö börn, bjuggu í fyrstu í Valhöll, síðar á Hilmisgötu 1. Þau skildu.
Þau Anna Eygló giftu sig 2018, búa í Sandgerði.

I. Fyrri kona Kjartans, (21. janúar 1967, skildu 2003), er Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja, leikskóla- og grunnskólakennari, f. 15. apríl 1948 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Bryndís Kjartansdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Keflavík, f. 30. maí 1966. Maður hennar Gunnar Björnsson.
2. Gunnheiður Kjartansdóttir skrifstofumaður í Keflavík, f. 31. desember 1971. Maður hennar Ólafur Bragi Bragason.

II. Síðari kona Kjartans, (9. nóvember 2018), er Anna Eygló Fanndal Skaftadóttir frá Fjalli í A.-Hún., húsfreyja, f. 12. júní 1944. Foreldrar hennar voru Skafti Fanndal Jónasson bóndi Fjalli á Skaga, síðar sjómaður, verkamaður á Skagaströnd, f. 25. maí 1915, d. 2. september 2006, og kona hans Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir frá Siglufirði, f. þar 15. júlí 1918, d. 13. júlí 2003.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.
  • Íslendingabók.is.
  • Kjartan.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.