Hjörleifur Már Erlendsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hjörleifur Már Erlendsson.

Hjörleifur Már Erlendsson bifreiðasmiður, bifreiðamálari fæddist 13. október 1927 á Reykjum og lést 3. desember 1999 á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði.
Foreldrar hans voru Guðbjörg Oktavía Sigurðardóttir, síðar húsfreyja á Hrófbergi, Skólavegi 34, f. 2. október 1897, d. 8. nóvember 1977, og barnsfaðir hennar Erlendur Erlendsson frá Giljum í Hvolhreppi, Rang., veitingamaður, síðar í Kanada, f. 3. september 1904, d. 14. september 1958.

Börn Guðbjargar:
I. Með Erlendi Erlendssyni:
1. Hjörleifur Már Erlendsson verkamaður, bifreiðasmiður, listmálari, síðast í Keflavík, f. 13. október 1927 á Reykjum, d. 3. desember 1999.

II. Með Páli Ágústi Jóhannessyni:
2. Páll Kristinn Halldór Pálsson, f. 22. ágúst 1930 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 24. mars 1995.

III. Með manni sínum Andreas Anskar Joensen:
3. Marinó Hafsteinn Andreasson verkamaður, síðast í Reykjavík, f. 15. júlí 1933 á Bergi, d. 17. október 1986.
4. Karl Valur Andreasson, f. 27. nóvember 1934 á Geirseyri, d. 28. nóvember 2006.
5. Óli Markús Andreasson verkstjóri í Reykjavík, f. 27. nóvember 1934 á Geirseyri, d. 30. mars 1991.
6. Þórir Rafn Andreasson verslunarmaður, verkamaður í Reykjavík, f. 22. febrúar 1936 á Hrófbergi, Skólavegi 34, d. 31. mars 2010.

Börn Erlendar Erlendssonar og hálfsystkini Más:
I. Með Jóhönnu Nikólínu Guðjónsdóttur:
7. Sigríður Alda Eyland Erlendsdóttir, f. 29. september 1930 á Vatnsleysuströnd, d. 23. desember 2001.
II. Með Þórdísi Hansdóttur Erlendsson:
8. Valgerður Erlendsdóttir, f. 16. mars 1935.
9. Gísli Erlendsson, f. 26. nóvember 1936.
10. Erla Erlendsdóttir, f. 12. júní 1943.
11. Jóhanna E. Erlendsdóttir, f. 31. mars 1945.
12. Ingibjörg Erlendsdóttir, f. 11. júlí 1947.

Hjörleifur Már var með móður sinni í æsku, á Reykjum, á Bergi 1930, á Geirseyri 1934, á Hrófbergi 1940 og 1945.
Hann flutti til Reykjavíkur 18 ára, vann við bílaréttingar og bílamálningu.
Hann sneri til Eyja og vann við bílaréttingar og bílamálun hjá Hreggviði Jónssyni, einnig vann hann á Bifreiðaverkstæðinu Skemmunni í Vestmannaeyjum hjá Kristni Karlssyni. Þá var hann leigubifreiðastjóri í Vestmannaeyjum í mörg ár.
Þau Ástrós Eyja fluttu til Keflavíkur við Gos og bjuggu þar. Þar vann Már á Bifreiðaverkstæði Birgis Guðnasonar og sjö síðustu starfsár ævi sinnar átti hann og rak vaktþjónustufyrirtækið Gæsluna í Keflavík.
Hjörleifur Már var listfengur og málaðí myndir, skilti og skrautritaði.
Hann og Júlía Ólafsdóttir giftu sig 1947, hófu búskap í Reykjavík, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Már sneri til Eyja.
Þau Ástrós Eyja bjuggu í Lyngfelli við fæðingu Hörpu 1953, á Hásteinsvegi 7 við fæðingu Þrastar Elfars, í Norðursundi 3 við fæðingu Hlífar 1957 og við fæðingu Sölku Vöku 1963.
Þau keyptu húsið við Bröttugötu 10 og bjuggu þar til Goss, fluttu síðan til Keflavíkur.
Hjörleifur Már lést 1999 og Ástrós Eyja 2012.

Hjörleifur var tvíkvæntur:
I. Fyrri kona Hjörleifs Más, (14. júlí 1947, skildu), var Júlía Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður Flugfélags Íslands, bjó lengst á Kleppsvegi 4, f. 20. júlí 1924 á Álftarhóli í A-Landeyjum, d. 7. júlí 2009. Foreldrar hennar voru Ólafur Halldórsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, bóndi, f. 16. ágúst 1874, d. 5. júlí 1963, og kona hans Sigurbjörg Árnadóttir frá Miðmörk u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 27. ágúst 1885, d. 28. október 1975.
Fósturforeldrar Júlíu voru bændahjónin á Leirum u. Eyjafjöllum, Ólafur Jónsson, f. 7. nóvember 1872, d. 20. júlí 1955, og Margrét Þórðardóttir húsfreyja, f. 14. mars 1872, d. 12. janúar 1947.
Börn þeirra:
1. Ómar Hjörleifsson, f. 16. júlí 1947.
2. Hulda Hjörleifsdóttir Berlin húsfreyja, búsett í Svíþjóð, f. 10. september 1948. Maður hennar Owe Berlin.
3. Guðbjörg Alma Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 26. desember 1949, gift Alberti Erlingi Pálmasyni.

II. Síðari kona Hjörleifs Más var Ástrós Eyja Kristinsdóttir frá Norðurgarði, húsfreyja, f. 7. nóvember 1933, d. 31. mars 2012.
Börn þeirra:
1. Harpa Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1953, gift Þórði Haraldssyni.
2. Þröstur Elfar Hjörleifsson bankastarfsmaður, lögreglumaður, f. 2. nóvember 1954, kvæntur Dýrborgu Ragnarsdóttur.
3. Hrönn Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1955, gift Þorgeiri Kolbeinssyni.
4. Hlíf Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1957. Sambýlismaður Ómar Leifsson.
5. Sóley Vaka Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1963, gift Jóhanni Guðnasyni.
6. Bylgja Dögg Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1970. Sambýlismaður Guðjón Paul Erlendsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 10. desember 1999. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.