Óli Markús Andreasson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Óli Markús Andreason verkamaður, verkstjóri fæddist 27. nóvember 1934 og lést 30. mars 1991.
Foreldrar hans voru [[Andreas Anskar Joensen]] verkamaður, f. 13. júlí 1906 í Færeyjum, d. 12. október 1971, og Kona hans Guðbjörg Oktavía Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, f. 2. október 1897 í Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum, d. 8. nóvember 1977.

Barn Guðbjargar og Erlendar Erlendssonar:
1. Hjörleifur Már Erlendsson verkamaður, bifreiðasmiður, listmálari, síðast í Keflavík, f. 13. október 1927 á Reykjum, d. 3. desember 1999.
Barn Guðbjargar og Páls Ágústs Jóhannessonar:
2. Páll Kristinn Halldór Pálsson, f. 22. ágúst 1930 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 24. mars 1995.
Börn Guðbjargar og manns hennar Andreasar Anskars Joensen:
3. Marinó Hafsteinn Andreasson verkamaður, síðast í Reykjavík, f. 15. júlí 1933 á Bergi, d. 17. október 1986.
4. Karl Valur Andreasson, f. 27. nóvember 1934 á Geirseyri, d. 28. nóvember 2006.
5. Óli Markús Andreasson verkstjóri í Reykjavík, f. 27. nóvember 1934 á Geirseyri, d. 30. mars 1991.
6. Þórir Rafn Andreasson verslunarmaður, verkamaður í Reykjavík, f. 22. febrúar 1936 á Skólavegi 34, d. 31. mars 2010.

Óli var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann verkamannastörf, síðan starfaði hann í efnalaug allan starfsdag sinn.
Þau Nína giftu sig 1958, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu við Faxastíg 33, fluttu til Reykjavíkur og bjuggu við Bólstaðarhlíð 42.
Óli lést 1991.

I.   Kona Óla, (15. nóvember 1958), var Nína Sveinsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1936, d. 15. maí 2001.
Börn þeirra:
1.    Sigrún Erna Óladóttir, f. 14. febrúar 1959. Hún býr í Grikklandi. Maður hennar Spiros Malanos.
2.    Svanhvít Óladóttir, f. 15. apríl 1960. Maður hennar Kolbeinn Arngrímsson.
3.    Hildur Óladóttir, f. 8. ágúst 1962, d. 14. febrúar 1963.
4.    Bryndís Óladóttir, f. 11. júní 1975. Sambúðarmaður hennar Geir Þorsteinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.