Ástrós Eyja Kristinsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ástrós Eyja Kristinsdóttir.

Ástrós Eyja Kristinsdóttir frá Norðurgarði, húsfreyja fæddist þar 7. nóvember 1933 og lést 31. mars 2012 á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ.
Foreldrar hennar voru Gísli Kristinn Aðalsteinsson bóndi, verkamaður, f. 31. desember 1903 í Efra-Haganesi í Haganesvík, Skagaf., d. 13. júní 1963, og kona hans Guðbjörg Sigríður Einarsdóttir frá Norðurgarði húsfreyja, f. þar 21. desember 1905, d. 12. ágúst 1972.

Börn Guðbjargar og Kristins:
1. Ástrós Eyja Kristinsdóttir, f. 4. nóvember 1933 í Norðurgarði, d. 31. mars 2012.
2. Sigurgeir Sigurður Kristinsson, f. 6. desember 1935 í Norðurgarði, d. 18. febrúar 2016.
3. Guðbjartur Kristinn Kristinsson, f. 12. apríl 1937 í Norðurgarði, d. 3. maí 2015.
4. Guðbrandína Sveinsína Kristinsdóttir, f. 19. júlí 1938 í Norðurgarði.
5. Alfreð Kristinsson, f. 29. nóvember 1939 í Norðurgarði, d. 10. september 1974.
6. Árný Ingiríður Kristinsdóttir, f. 20. desember 1940 í Norðurgarði.
7. Ásta Guðfinna Kristinsdóttir, f. 18. september 1945 í Norðurgarði.
Fósturbarn hjónanna var
8. Ásta Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, ræstitæknir í Reykjavík, f. 26. september 1924 á Seljalandi, d. 19. nóvember 1995.

Ástrós Eyja var með foreldrun sínum í æsku og var með þeim í Vestri-Norðurgarði 1949.
Þau Hjörleifur Már bjuggu í Lyngfelli við fæðingu Hörpu 1953, á Hásteinsvegi 7 við fæðingu Þrastar Elfars, í Norðursundi 3 við fæðingu Hlífar 1957 og við fæðingu Sölku Vöku 1963.
Þau keyptu húsið við Bröttugötu 10 og bjuggu þar til Goss, fluttu síðan til Keflavíkur.
Hjörleifur Már lést 1999 og Ástrós Eyja 2012.

I. Maður Ástrósar Eyju var Hjörleifur Már Erlendsson bifreiðaréttingamaður, bifreiðamálari, bifreiðastjóri, listmálari, f. 13. október 1927 á Reykjum, d. 3. desember 1999.
Börn þeirra:
1. Harpa Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1953, gift Þórði Haraldssyni.
2. Þröstur Elfar Hjörleifsson bankastarfsmaður, lögreglumaður, f. 2. nóvember 1954, kvæntur Dýrborgu Ragnarsdóttur.
3. Hrönn Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1955, gift Þorgeiri Kolbeinssyni.
4. Hlíf Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1957. Sambýlismaður Ómar Leifsson.
5. Sóley Vaka Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1963, gift Jóhanni Guðnasyni.
6. Bylgja Dögg Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1970. Sambýlismaður Guðjón Paul Erlendsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.