Karl Valur Andreasson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Karl Valur Andreasson.

Karl Valur Andreasson frá Hrófbergi við Skólaveg 34, verkamaður, farmaður, hótelstarfsmaður fæddist 27. nóvember 1934 á Geirseyri við Strandveg 18 og lést 28. nóvember 2006 á Gentofte spítalanum í Danmörku.
Foreldrar hans voru Andreas Anskar Joensen verkamaður, f. 13. júlí 1906 í Færeyjum, d. 12. október 1971, og kona hans Guðbjörg Oktavía Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona frá Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum, f. 2. október 1897, d. 8. nóvember 1977.

Barn Guðbjargar:
1. Hjörleifur Már Erlendsson verkamaður, bifreiðasmiður, listmálari, síðast í Keflavík, f. 13. október 1927 á Reykjum, d. 3. desember 1999.
Barn Guðbjargar:
2. Páll Kristinn Halldór Pálsson, f. 22. ágúst 1930 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 24. mars 1995.
Börn Guðbjargar og Andreasar Anskars Joensen
3. Marinó Hafsteinn Andreasson verkamaður, síðast í Reykjavík, f. 15. júlí 1933 á Bergi, d. 17. október 1986.
4. Karl Valur Andreasson, f. 27. nóvember 1934 á Geirseyri, d. 28. nóvember 2006.
5. Óli Markús Andreasson verkstjóri í Reykjavík, f. 27. nóvember 1934 á Geirseyri, d. 30. mars 1991.
6. Þórir Rafn Andreasson verslunarmaður, verkamaður í Reykjavík, f. 22. febrúar 1936 á Skólavegi 34, d. 31. mars 2010.

Karl var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann verkamannastörf, var sjómaður á millilandaflutningaskipum, var iðnverkamaður og vann á hótelum.
Hann flutti til Danmerkur rúmlega tvítugur og bjó þar síðan.
Karl lést 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.