Harpa Hjörleifsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Harpa Hjörleifsdóttir, húsfreyja, leikskólastarfsmaður fæddist 4. janúar 1953 og lést 19. júlí 2019.
Foreldrar hennar Hjörleifur Már Erlendsson, bifreiðaréttingamaður, bifreiðamálari, bifreiðastjóri, listmálari, f. 13. október 1927, d. 3. desember 1999, og kona hans Ástrós Eyja Kristinsdóttir, húsfreyja, f. 7. nóvember 1933, d. 31. mars 2012.

Börn Ástrósar og Hjörleifs:
1. Harpa Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1953, gift Þórði Haraldssyni.
2. Þröstur Elfar Hjörleifsson bankastarfsmaður, lögreglumaður, f. 2. nóvember 1954, kvæntur Dýrborgu Ragnarsdóttur.
3. Hrönn Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1955, gift Þorgeiri Kolbeinssyni.
4. Hlíf Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1957. Sambýlismaður Ómar Leifsson.
5. Sóley Vaka Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1963, gift Jóhanni Guðnasyni.
6. Bylgja Dögg Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1970. Sambýlismaður Guðjón Paul Erlendsson.

Þau Þórður giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Rvk.

I. Maður Hörpu er Þórður Haraldsson úr Rvk, húsgagnasmiður, f. 11. mars 1948. Foreldrar hans Haraldur Þórðarson, f. 5. október 1910, d. 15. júlí 1989, og Rannveig Björnsdóttir, f. 2. nóvember 1910, d. 20. maí 2001.
Barn þeirra:
1. Svanur Þórðarson, f. 24. júlí 1981.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.