Herjólfur Jóhannsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Herjólfur Jóhannsson, trésmiður í Noregi fæddist 19. júní 1960.
Foreldrar hans voru Jóhann Steinar Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. apríl 1909 á Ísafirði, d. 16. febrúar 2000, og kona hans Ósk Guðjónsdóttir frá Oddsstöðum, húsfreyja, f. 15. júlí 1914, d. 1. febrúar 2006.

Börn Óskar og Jóhanns:
1. Guðrún Jóhannsdóttir húsfreyja, verslunarrekandi, hótelrekandi, f. 12. ágúst 1935 á Oddsstöðum.
2. Ragnhildur Sigurfinna Jóhannsdóttir húsfreyja, veitingahússrekandi í Reykjavík, f. 17. september 1937 á Heimagötu 20.
3. Steinar Óskar Jóhannsson rafvirki, starfsmaður hjá Danfossumboðinu, f. 9. mars 1943 á Heimagötu 20, d. 22. október 2019.
4. Herjólfur Jóhannsson trésmiður í Noregi, f. 19. júní 1960.

Þau Dagný giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.

I. Kona Herjólfs, skildu, er Dagný Másdóttir, f. 21. apríl 1965. Foreldrar hennar voru Már Guðmundsson, málarameistari, f. 19. ágúst 1939, og Jóhanna Kristjánsdóttir, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, leikskólastarfsmaður, f. 5. september 1940, d. 14. október 2007.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Ósk Herjólfsdóttir, f. 13. apríl 1986 í Rvk.
2. Lilja Margrét Herjólfsdóttir Bratlie, f. 15. mars 1990 í Noregi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.