Ragnhildur Sigurfinna Jóhannsdóttir
Ragnhildur Sigurfinna Jóhannsdóttir, húsfreyja, veitingahússrekandi í Rvk fæddist 17. september 1937 á Heimagötu 20.
Foreldrar hennar voru Jóhann Steinar Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. apríl 1909 á Ísafirði, d. 16. febrúar 2000, og kona hans Ósk Guðjónsdóttir frá Oddsstöðum, húsfreyja, f. 15. júlí 1914, d. 1. febrúar 2006.
Börn Óskar og Jóhanns:
1. Guðrún Jóhannsdóttir húsfreyja, verslunarrekandi, hótelrekandi, f. 12. ágúst 1935 á Oddsstöðum.
2. Ragnhildur Sigurfinna Jóhannsdóttir húsfreyja, veitingahússrekandi í Reykjavík, f. 17. september 1937 á Heimagötu 20.
3. Steinar Óskar Jóhannsson rafvirki, starfsmaður hjá Danfossumboðinu, f. 9. mars 1943 á Heimagötu 20, d. 22. október 2019.
4. Herjólfur Jóhannsson trésmiður í Noregi, f. 19. júní 1960.
Ragnhildur eignaðist barn með Herði Smára 1957.
Þau Sigurjón giftu sig, eignuðust eitt barn, bjuggu við Faxastíg 41. Þau skildu.
Þau Gunnlaugur Vignir giftu sig 1974.
I. Barnsfaðir Ragnhildar var Hörður Smári Hákonarson, f. 16. janúar 2020, d. 18. nóvember 2020.
Barn þeirra:
1. Ósk Jóhanna Sigurjónsdóttir, f. 12. september 1957 í Eyjum
II. Maður Ragnhildar, skildu, var Sigurjón Jónasson, f. 7. apríl 1929, d. 8. janúar 2020. Foreldrar hans Jónas Páll Árnason, f. 23. ágúst 1878, d. 2. mars 1969, og Fransiska Karólína Sigurjónsdóttir, f. 24. september 1897, d. 6. nóvember 1984.
Barn þeirra:
2. Jónas Frans Sigurjónsson, f. 25. janúar 1965 í Eyjum.
III. Maður Ragnhildar, (29. dessember 1974), var Gunnlaugur Vignir Gunnlaugsson, f. 3. janúar 1944, d. 15. apríl 2002. Foreldrar hans Gunnlaugur Guðmundsson, sjómaður, f. 15. janúar 1915, fórst með togaranum Max Pemperton 12. janúar 1944, og Þorgerður Jónsdóttir, húsfreyja, f. 16. desember 1918, d. 20. desember 1999.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.