Guðrún Jóhannsdóttir (Karlsbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Jóhannsdóttir húsfreyja, verslunar- og hótelrekandi fæddist 12. ágúst 1935 á Oddsstöðum.
Foreldrar hennar voru Jóhann Steinar Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. apríl 1909 á Ísafirði, d. 16. febrúar 2000, og kona hans Ósk Guðjónsdóttir frá Oddsstöðum, húsfreyja, f. 15. júlí 1914, d. 1. febrúar 2006.

Börn Óskar og Jóhanns:
1. Guðrún Jóhannsdóttir húsfreyja, verslunarrekandi, hótelrekandi, f. 12. ágúst 1935 á Oddsstöðum.
2. Ragnhildur Sigurfinna Jóhannsdóttir húsfreyja, veitingahússrekandi í Reykjavík, f. 17. september 1937 á Heimagötu 20.
3. Steinar Óskar Jóhannsson rafvirki, starfsmaður hjá Danfossumboðinu, f. 9. mars 1943 á Heimagötu 20, d. 22. október 2019.
4. Herjólfur Jóhannsson trésmiður í Noregi, f. 19. júní 1960.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, á Oddsstöðum, Karlsbergi við Heimagata 20 og á Helgafellsbraut 19.
Þau Heiðmundur hófu verslunarrekstur í eigin fyrirtæki 1961, stofnuðu hlutafélagið H. Sigurmundsson h.f. 10. desember 1966 og þar vann fjölskyldan. Þau byggðu einnig upp Hótel Þórshamar og ráku það í 17 ár.
Þau Heiðmundur giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Helgafellsbraut 19, en í húsi sínu að Höfðavegi 3 frá 1958 til 1997. Síðast bjuggu þau Guðrún að Skólavegi 2.
Heiðmundur lést 2010. Guðrún býr á Skólavegi 2.

Heiðmundur, Guðrún og börn.

Maður Guðrúnar, (1. apríl 1956), var Heiðmundur Sigurmundsson bakari, heildsali, hótelrekandi, f. 23. febrúar 1935, d. 13. júlí 2010.
Börn þeirra:
1. Jóhann Óskar Heiðmundsson, f. 11. maí 1956. Kona hans Unnur Ósk Ármannsdóttir.
2. Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson, f. 14. mars 1959. Kona hans Gerður Garðarsdóttir.
3. Sigrún Jónasína Heiðmundsdóttir, f. 24. mars 1961. Maður hennar Tryggvi Kristinn Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.