Halldóra Ármannsdóttir (Laufholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Halldóra Ármannsdóttir.

Halldóra Ármannsdóttir frá Laufholti við Hásteinsveg 18, húsfreyja, saumakona, gangavörður, starfsmaður við sundlaug fæddist 8. desember 1935 og lést 25. janúar 2017 á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði.
Foreldrar hennar voru Ármann Bjarnason frá Bjarnaborg á Norðfirði, sjómaður, matsveinn, f. 10. nóvember 1910, d. 11. október 1999 í Hraunbúðum, og kona hans Guðmunda Margrét Jónsdóttir frá Seljalandi, húsfreyja, f. 16. mars 1914, d. 23. september 1998.

Börn Guðmundu Margrétar og Ármanns:
1. Halldóra Ármannsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 8. desember 1935 á Seljalandi, d. 25. janúar 2017. Fyrrum maður hennar Haukur Þór Guðmundsson. Maður hennar Snorri Snorrason, látinn.
2. Herbert Ármannsson, f. 1. mars 1939 á Seljalandi. Fyrrum kona hans Ásthildur Jóna Sigurðardóttir.
3. Jónína Ármannsdóttir, f. 3. febrúar 1949 í Laufholti, d. 24. nóvember 1984. Fyrrum maður hennar Róbert Viðar Hafsteinsson.
4. María Ármannsdóttir, f. 21. mars 1953 í Laufholti. Maður hennar Grímur Magnússon.

Halldóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1952, lærði fatasaum, sótti Dale Carnegie-námskeið 1980.
Halldóra stundaði fatasaum með heimilishaldinu, var gangavörður í skóla, en lengst vann hún í Sundhöll Selfoss, var einnig leiðbeinandi í handavinnu.
Hún rak um skeið með vinkonu sinni saumastofuna Sólídó á Selfossi.
Halldóra var einn af stofnendum Félags eldri borgara á Selfossi og var formaður þess í tæp 30 ár, átti sæti í Kvenfélagi Selfosskirkju. Einnig var hún einn stofnenda Selju I.T.C. á Selfossi og starfaði með þeim frá 1984-1990. Halldóra var kjörin heiðursfélagi Félags eldri borgara á Selfossi á 30 ára afmæli félagsins 2010.
Þau Haukur Þór giftu sig 1954, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 10 og Boðaslóð 7, fluttu til Grindavíkur 1973 og skildu. Halldóra flutti á Selfoss.
Þau Snorri giftu sig 1976, eignuðust ekki börn saman, en hann átti sex börn frá fyrra hjónabandi sínu.
Snorri lést 2016 og Halldóra 2017.

I. Maður Halldóru, (31. desember 1954, skildu), var Haukur Þór Guðmundsson frá Ísafirði, f. 5. júní 1926, d. 25. ágúst 1988. Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafur Jónasson innheimtumaður, f. 12. janúar 1898, d. 25. apríl 1932, og Kristjana Bjarney Jónsdóttir, f. 27. júní 1890, d. 29. janúar 1947.
Börn þeirra:
1. Guðmar Þór Hauksson sagnfræðingur, f. 22. júní 1955.
2. Ármann Hauksson sálfræðingur, f. 3. september 1956, d. 1. júní 2019.
3. Elín Hauksdóttir, f. 2. júní 1958. Maður hennar Guðlaugur Aðalsteinn Stefánsson.
4. Draupnir Hauksson sjómaður, verkamaður, f. 4. september 1963, d. 23. október 2010. Fyrrum kona hans Fanney Friðriksdóttir frá Sandgerði.
5. Magni Freyr Hauksson, f. 12. ágúst 1964. Barnsmóðir hans Jósebína Ósk Fannarsdóttir.

II. Maður Halldóru, (26. júní 1976), var Snorri Snorrason frá Eskifirði, áður í bandaríska flughernum og flugvallarstarfsmaður í New York, síðar verkstjóri og kennari, fékkst við listsköpun á Selfossi, f. 10. september 1928, d. 17. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Snorri Jónsson verslunarmaður, f. 2. júlí 1884, d. 8. janúar 1959, og Stefanía Guðríður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1891, d. 4. febrúar 1981.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.