Magni Freyr Hauksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magni Freyr Hauksson, sjómaður fæddist 12. ágúst 1964 í Eyjum.
Foreldrar hans Haukur Þór Guðmundsson, frá Ísafirði, sjómaður, verkamaður, f. 5. júní 1926, d. 25. ágúst 1988, og kona hans Halldóra Ármannsdóttir, frá Laufholti, húsfreyja, saumakona, gangavörður, starfsmaður við sundlaug, f. 8. desember 1935, d. 25. janúar 2017.

Börn Halldóru og Hauks Þórs:
1. Guðmar Þór Hauksson sagnfræðingur, f. 22. júní 1955.
2. Ármann Hauksson sálfræðingur, f. 3. september 1956, d. 1. júní 2019.
3. Elín Hauksdóttir, f. 2. júní 1958. Maður hennar Guðlaugur Aðalsteinn Stefánsson.
4. Draupnir Hauksson sjómaður, verkamaður, f. 4. september 1963, d. 23. október 2010. Fyrrum kona hans Fanney Friðriksdóttir frá Sandgerði.
5. Magni Freyr Hauksson, f. 12. ágúst 1964. Barnsmóðir hans Jósebína Ósk Fannarsdóttir.

Magni Freyr eignaðist barn með Jósebínu Ósk 1984.

I. Barnsmóðir Magna Freys er Jósebína Ósk Fannarsdóttir, húsfreyja, verkakona, f. 27. maí 1966.
Barn þeirra:
1. Helga Dóra Magnadóttir, f. 8. maí 1984.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.