Grímur Magnússon (Felli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Grímur Magnússon frá Felli við Vestmannabraut 34, sjómaður, vélstjóri fæddist 19. apríl 1945 í Sandprýði.
Foreldrar hans voru Magnús Grímsson skipstjóri frá Felli, f. 10. september 1921, d. 16. desember 2008, og kona hans Aðalbjörg Þorkelsdóttir frá Sandprýði, húsfreyja, f. 5. mars 1924, d. 16. september 2010.

Börn Aðalbjargar og Magnúsar:
1. Magnea Guðrún Magnúsdóttir, f. 28. desember 1942 í Sandprýði. Maður hennar er Hannes Haraldsson.
2. Grímur Magnússon, f. 19. apríl 1945 í Sandprýði. Kona hans er María Ármannsdóttir.
3. Helga Magnúsdóttir, f. 18. apríl 1948 á Felli. Maður hennar er Jón Ragnar Sævarsson.
4. Hafdís Magnúsdóttir, f. 18. janúar 1958. Maður hennar er Jón Ólafur Svansson.

Grímur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð sjómaður, vélstjóri, var á Huginn VE í 45 ár, stundar nú veiðar á trillunni Dolla í Sjónarhól með Þór Vilhjálmssyni.
Þau María giftu sig 1970, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Lambhaga við Vesturveg 19 1972, við Heiðarveg 47 1986, nú við Áshamar 33.

I. Kona Gríms, (4. júlí 1970), er María Ármannsdóttir frá Laufholti við Hásteinsveg 18, húsfreyja, f. 21. mars 1953.
Börn þeirra:
1. Anna Sigríður Grímsdóttir fulltrúi hjá Póstinum, f. 20. desember 1970. Fyrrum maður hennar Sölvi Breiðfjörð Harðarson. Sambúðarmaður hennar Jónas Karl Sigurðsson.
2. Örlygur Helgi Grímsson sjómaður, vélstjóri, f. 16. júní 1981. Kona hans Kolbrún Stella Karlsdóttir.
3. Aldís Grímsdóttir ræstitæknir í Danmörku, f. 17. janúar 1983. Maður hennar Ragnar Mickaelsen.
4. Elfa Dögg Grímsdóttir bókari á Akureyri, f. 28. mars 1984. Maður hennar Helgi Heiðar Jóhannesson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.