Jónína Ármannsdóttir (Laufholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jónína Ármannsdóttir frá Laufholti við Hásteinsveg 18, húsfreyja fæddist þar 3. febrúar 1949 og lést 24. nóvember 1984.
Foreldrar hennar voru Ármann Bjarnason frá Bjarnaborg á Norðfirði, sjómaður, matsveinn, f. 10. nóvember 1910, d. 11. október 1999 í Hraunbúðum, og kona hans Guðmunda Margrét Jónsdóttir frá Seljalandi, húsfreyja, f. 16. mars 1914, d. 23. september 1998.

Börn Guðmundu Margrétar og Ármanns:
1. Halldóra Ármannsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 8. desember 1935 á Seljalandi, d. 25. janúar 2017. Fyrrum maður hennar Haukur Þór Guðmundsson. Maður hennar Snorri Snorrason, látinn.
2. Herbert Ármannsson, f. 1. mars 1939 á Seljalandi. Fyrrum kona hans Ásthildur Jóna Sigurðardóttir.
3. Jónína Ármannsdóttir, f. 3. febrúar 1949 í Laufholti, d. 24. nóvember 1984. Fyrrum maður hennar Róbert Viðar Hafsteinsson.
4. María Ármannsdóttir, f. 21. mars 1953 í Laufholti. Maður hennar Grímur Magnússon.

Jónína var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Róbert giftu sig 1975, eignuðust tvö börn, en skildu.
Jónína lést 1984.

I. Maður Jónínu, (22. febrúar 1975), var Róbert Viðar Hafsteinsson vélstjóri, vélvirkjameistari, vélsmíðameistari, véliðnfræðingur, f. 6. júlí 1945 á Geirlandi, d. 19. nóvember 2010.
Börn þeirra:
1. Árni Gunnar Róbertsson rafmagnsverkfræðingur, f. 2. júní 1972. Barnsmóðir hans Margrét Gísladóttir. Barnsmóðir hans Nair Dos Anjos Quental. Kona hans Rosangela Santana Da Silva.
2. Hafsteinn Róbertsson vél- og rekstrariðnfræðingur, f. 8. nóvember 1974. Kona hans Elín Gíslína Steindórsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.