Herbert Ármannsson (Laufholti)
Herbert Ármannsson frá Laufholti við Hásteinsveg 18, sjómaður fæddist 1. mars 1939 á Seljalandi við Hásteinsveg 10.
Foreldrar hans voru Ármann Bjarnason frá Bjarnaborg á Norðfirði, sjómaður, matsveinn, f. 10. nóvember 1910, d. 11. október 1999 í Hraunbúðum, og kona hans Guðmunda Margrét Jónsdóttir frá Seljalandi, húsfreyja, f. 16. mars 1914, d. 23. september 1998.
Börn Guðmundu Margrétar og Ármanns:
1. Halldóra Ármannsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 8. desember 1935 á Seljalandi, d. 25. janúar 2017. Fyrrum maður hennar Haukur Þór Guðmundsson. Maður hennar Snorri Snorrason, látinn.
2. Herbert Ármannsson, f. 1. mars 1939 á Seljalandi. Fyrrum kona hans Ásthildur Jóna Sigurðardóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Sigrún Ólöf Sveinsdóttir.
3. Jónína Ármannsdóttir, f. 3. febrúar 1949 í Laufholti, d. 24. nóvember 1984. Fyrrum maður hennar Róbert Viðar Hafsteinsson.
4. María Ármannsdóttir, f. 21. mars 1953 í Laufholti. Maður hennar Grímur Magnússon.
Herbert var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var sjómaður og um skeið matsveinn.
Þau Ásthildur Jóna giftu sig, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu við Heimagötu 35. Þau skildu.
Þau Sigrún Ólöf voru í sambúð, eignuðust ekki börn saman, en hún átti uppkomin börn. Þau bjuggu í Kópavogi og skildu.
Herbert býr í Kópavogi.
I. Kona Herberts, (26. nóvember 1966, skildu), er Ásthildur Jóna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1940.
Þau voru barnlaus.
II. Fyrrum sambúðarkona Herberts var Sigrún Ólöf Sveinsdóttir, f. 26. september 1930, d. 5. apríl 2018. Foreldrar hennar voru Sveinn Jósías Guðjónsson, f. 4. apríl 1885, d. 29. júní 1973, og Guðný Þórðardóttir, f. 22. desember 1899, d. 21. desember 1993.
Þau áttu ekki börn saman.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.