Guðmunda Björgvinsdóttir (Hvoli)
Guðmunda Björgvinsdóttir frá Hvoli við Heimagötu 12, húsfreyja fæddist 20. október 1927 í Miðey og lést 12. nóvember 2015.
Foreldrar hennar voru Björgvin Pálsson verkamaður, verkstjóri, f. 3. júlí 1906, d. 19. maí 1997, og kona hans Gunnhildur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1904, d. 24. september 1987.
Börn Gunnhildar og Björgvins:
1. Guðmunda Björgvinsdóttir, f. 20. október 1927 í Miðey, d. 12. nóveber 2015. Maður hennar Sigurður Þorbergur Auðunsson,
2. Þórey Guðrún Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1931 á Hvoli. Maður hennar Ólafur Pálsson.
3. Óskar Björgvinsson ljósmyndari, f. 5. september 1942 á Hvoli, d. 12. nóvember 2002. Fyrrum kona hans Magnea Magnúsdóttir. Kona hans
Dagbjört Steina Fríðsteinsdóttir leikskólakennari.
Guðmunda var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann þjónustustörf fyrir giftingu, m.a. á Hótel Berg og síðar vann hún í Kertaverksmiðjunni.
Þau Sigurður giftu sig 1945, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Hvoli, og við Kirkjubæjarbraut 16 til Goss 1973. Eftir Gos bjuggu þau lengst í Hásteinsblokkinni við Hásteinsveg 64.
Sigurður lést 2007 og Guðmunda 2015.
I. Maður Guðmundu, (8. desember 1945), var Sigurður Þorbergur Auðunsson frá Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, vélstjóri, f. 12. júní 1921, d. 22. janúar 2007.
Börn þeirra:
1. Björghildur Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, f. 16. ágúst 1945. Maður hennar Stefán Anders King Jónasson.
2. Jóna Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, verslunarkona, f. 16. september 1946. Maður hennar Guðni Þór Ágústsson.
3. Auður Sigurðardóttir húsfreyja, starfsmaður á ljósmyndastofu, býr í Færeyjum, f. 27. mars 1948, d. 23. janúar 1985 í Danmörku. Maður hennar Kári Jakobsen.
4. María Sigurðardóttir húsfreyja, skrifstofukona, f. 20. september 1950. Maður hennar Jón Haukur Guðlaugsson.
5. Petrína Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður skóla, hótelstarfsmaður, bjó síðast í Danmörku, f. 8. febrúar 1955, d. 24. febrúar 2023. Barnsfeður hennar Jón Helgi Reykjalín og Sigbjörn Steinþórsson. Maður hennar Guðni Friðrik Gunnarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Björghildur.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 21. nóvember 2015. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.