Petrína Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Petrína Sigurðardóttir.

Petrína Sigurðardóttir frá Hvoli við Heimagötu 12A , húsfreyja, fiskverkakona, skólaliði, hótelstarfsmaður fæddist 8. febrúar 1955 og lést 24. febrúar 2023 í Danmörku.
Foreldrar hennar voru Sigurður Þorbergur Auðunsson frá Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, vélstjóri, f. 12. júní 1921, d. 22. janúar 2007, og kona hans Guðmunda Björgvinsdóttir frá Hvoli, húsfreyja, f. 20. október 1927, d. 12. nóvember 2015.

Börn Guðmundu og Sigurðar:
1. Björghildur Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, f. 16. ágúst 1945. Maður hennar Stefán Anders King Jónasson.
2. Jóna Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, verslunarkona, f. 16. september 1946. Maður hennar Guðni Þór Ágústsson.
3. Auður Sigurðardóttir húsfreyja, starfsmaður á ljósmyndastofu, býr í Færeyjum, f. 27. mars 1948, d. 23. janúar 1985 í Danmörku. Maður hennar Kári Jakobsen.
4. María Sigurðardóttir húsfreyja, skrifstofukona, f. 20. september 1950. Maður hennar Jón Haukur Guðlaugsson.
5. Petrína Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður skóla, hótelstarfsmaður, bjó síðast í Danmörku, f. 8. febrúar 1955, d. 24. febrúar 2023. Barnsfeður hennar Jón Helgi Reykjalín og Sigbjörn Steinþórsson. Maður hennar Guðni Friðrik Gunnarsson.

Petrína var með foreldrum sínum, á Hvoli og við Kirkjubæjarbraut.
Hún vann snemma við fiskiðnað í Vinnslustöðinni, var skólaliði í Barnaskólanum frá 1996 og síðar í Selásskóla í Reykjavík. Síðustu starfsár sín vann hún í Hótel Vestmannaeyjum.
Við starfslok flutti hún ásamt Guðna til Danmerkur.
Petrína eignaðist barn með Jóni Helga 1979.
Hún eignaðist barn með Sigbirni Steinþórssyni 1989.
Þau Guðni giftu sig 1997, eignuðust ekki börn saman, en Petrína átti þrjú börn frá fyrri samböndum og Guðni ættleiddi þau, og Guðni átti þrjú börn, sem Petrína annaðist. Auk þess fóstruðu þau eitt barn annarra.

I. Barnsfaðir Petrínu var Jón Helgi Reykjalín, f. 19. apríl 1950, d. 18. apríl 2021.
Barn þeirra:
1. Lilja Björk Guðnadóttir, (kjörbarn Guðna), f. 15. október 1974 í Reykjavík. Maður hennar Kristinn Hörður Guðmundsson.
2. Elín Rut Guðnadóttir (kjörbarn Guðna), f. 14. apríl 1979 í Eyjum. Maður hennar Jonas Lønberg.

II. Barnsfaðir Petrínu er Sigbjörn Steinþórsson, f. 17. júní 1963.
Barn þeirra:
3. Sandra Dögg Guðnadóttir, (kjörbarn Guðna) f. 25. febrúar 1989 í Eyjum. Sambúðarmaður hennar Tómas Þór Jónsson.

III. Maður Petrínu, (24. maí 1997 í Þorlákshöfn), er Guðni Friðrik Gunnarsson frá Gilsbakka, f. 8. apríl 1953 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Lilja Björk Guðnadóttir, f. 15. október 1974 í Reykjavík, d. 5. desember 2006.
2. Elín Rut Guðnadóttir, f. 14. apríl 1979 í Eyjum.
3. Sandra Dögg Guðnadóttir, f. 25. febrúar 1989 í Eyjum.
4. Haraldur Guðnason, (sonur Guðna og Ingveldar Haraldsdóttur), f. 29. maí 1975 í Reykjavík.
5. Guðný Stella Guðnadóttir, (dóttir Guðna og Ingveldar Haraldsdóttur), f. 11. nóvember 1979 í Reykjavík. Maður hennar Helgi Guðmundsson.
6. Ágúst Ingi Guðnason, (sonur Guðna og Ingveldar Haraldsdóttur), f. 22. október 1992 í Reykjavík. Sambúðarkona hans Hrund Jóhannesdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.