Gunnhildur Guðmundsdóttir (Hvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gunnhildur Guðmundsdóttir frá Akrahóli í Grindavík húsfreyja á Hvoli við Heimagötu 12 fæddist 17. ágúst 1904 á Akrahóli og lést 24. september 1987.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon, þá þurrabúðarmaður, f. 4. október 1867, d. 18. október 1911, og kona hans Gyðríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1862, d. 27. nóvember 1946.

Gunnhildur var tökubarn í Björnskoti u. V. _Eyjafjöllum 1910, vinnustúlka á Þorvaldseyri í A.-Eyjafjallahreppi 1920.
Þau Björgvin voru vinnuhjú á Þorvaldseyri 1921 og enn 1926.
Þau fluttu til Eyja 1927, giftu sig á árinu, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Miðey, síðan á Hvoli við Heimagötu 12.
Þau fluttu við Gosið 1973 og bjuggu á Borgarheiði 13 í Hveragerði.
Gunnhildur lést 1987. Björgvin bjó síðast á Kleifahrauni 2d í Eyjum.
Hann lést 1997.

I. Maður Gunnhildar, (3. desember 1927), var Björgvin Pálsson frá Lambafelli u. Eyjafjöllum, verkamaður, verkstjóri, f. þar 3. júlí 1906, d. 19. maí 1997.
Börn þeirra:
1. Guðmunda Björgvinsdóttir, f. 20. október 1927 í Miðey, d. 12. nóvember 2015. Maður hennar Sigurður Auðunsson,
2. Þórey Guðrún Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1931 á Hvoli. Maður hennar Ólafur Pálsson.
3. Óskar Björgvinsson ljósmyndari, f. 5. september 1942 á Hvoli, d. 12. nóvember 2002. Fyrrum kona hans Magnea Magnúsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.