Gísli Óskarsson (Stakkholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Óskarsson.

Gísli Óskarsson frá Stakkholti, vélstjóri fæddist 19. júní 1939 á Kiðjabergi við Hásteinsveg 6 og lést 12. mars 2009 á Heilbrigðisstofnuninni.
Foreldrar hans voru Óskar P. Einarsson lögregluþjónn frá Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 11. janúar 1908, d. 13. maí 1978 og kona hans Guðný Svava Gísladóttir húsfreyja frá Arnarhóli, f. 11. janúar 1911, d. 25. mars 2001.

Börn Guðnýjar Svövu og Óskars :
1. Guðný Óskarsdóttir, f. 1. júní 1935. Maður hennar Páll Sæmundsson.
2. Valgerður Erla Óskarsdóttir, f. 24. maí 1937, d. 6. nóvember 2015, kona Friðriks á Löndum, látinn.
3. Gísli Óskarsson, f. 19. júní 1939, d. 12. mars 2009. Kona hans Kristín Haraldsdóttir.
4. Rebekka Óskarsdóttir, f. 23. október 1941, d. 26. október 1971. Maður hennar Ari Birgir Pálsson, látinn.
5. Sigurbjörg Rut Óskarsdóttir, f. 22. september 1946. Maður hennar Atli Einarsson.
6. Einar Óskarsson, f. 7. janúar 1952, d. 24. júlí 2018. Fyrrum kona hans Guðrún Ingimundardóttir. Barnsmóðir Einars Eygló Ólafsdóttir. Fyrrum kona Einars Anna Peggy Friðriksdóttir. Sambúðarkona Einars Sigrún Ólafsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Guðbjörg Elín Hreiðarsdóttir.

Gísli var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði vélstjórn og tók einkaflugmannspróf 1968.
Gísli var sjómaður lengstan hluta starfsævi sinnar bæði á fiskibátum og fraktskipum. Síðustu árin var hann vélstjóri hjá Vestmannaeyjahöfn. Hann var áhugamaður um flug og stundaði það í ríkum mæli.
Þau Kristín giftu sig 1961 á Patreksfirði, eignuðust þrjú börn þar. Þau bjuggu á Patreksfirði til 1967, er þau fluttu til Eyja, bjuggu á Sóleyjargötu 3.
Gísli lést 2009. Kristín býr á Sóleyjargötu 3.

I. Kona Gísla, (30. desember 1961), er Kristín Haraldsdóttir frá Patreksfirði, húsfreyja, f. þar 25. september 1938.
Börn þeirra:
1. Guðný Svava Gísladóttir húsfreyja, matráður, býr í Stakkholti, f. 4. apríl 1962 á Aðalstræti 49 á Patreksfirði. Fyrrum maður Ómar Traustason Marinóssonar. Maður hennar Sigurður Einarsson.
2. Sigrún Olga Gísladóttir skrifstofumaður, býr á Sóleyjargötu 3, f. 29. desember 1963 á Aðalstræti 49 á Patreksfirði. Barnsfaðir hennar hennar Eyjólfur Brynjar Guðmundsson. Barnsfaðir hennar Andrés Bragason.
3. Styrmir Gíslason starfsmaður Ísfélagsins, býr á Skólavegi 25, f. 27. desember 1966 á Aðalstræti 49 á Patreksfirði. Kona hans Hólmfríður Ása Sigurpálsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.