Einar Óskarsson (Stakkholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Einar Óskarsson.

Einar Óskarsson frá Stakkholti, líffræðingur, M.Sc-efnafræði, erfðafræði, menntaskólakennari fæddist 7. janúar 1952 og lést 24. júlí 2018 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Óskar P. Einarsson verkamaður, skipasmiður, lögregluþjónn frá Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 11. janúar 1908, d. 13. maí 1978 og kona hans Guðný Svava Gísladóttir húsfreyja frá Arnarhóli, f. 11. janúar 1911, d. 25. mars 2001.

Börn Guðnýjar Svövu og Óskars :
1. Guðný Óskarsdóttir, f. 1. júní 1935. Maður hennar Páll Sæmundsson.
2. Valgerður Erla Óskarsdóttir, f. 24. maí 1937, d. 6. nóvember 2015, kona Friðriks á Löndum, látinn.
3. Gísli Óskarsson, f. 19. júní 1939, d. 12. mars 2009. Kona hans Kristín Haraldsdóttir.
4. Rebekka Óskarsdóttir, f. 23. október 1941, d. 26. október 1971. Maður hennar Ari Birgir Pálsson, látinn.
5. Sigurbjörg Rut Óskarsdóttir, f. 22. september 1946. Maður hennar Atli Einarsson.
6. Einar Óskarsson, f. 7. janúar 1952, d. 24. júlí 2018. Fyrrum kona hans Guðrún Ingimundardóttir. Barnsmóðir Einars Eygló Ólafsdóttir. Fyrrum kona Einars Anna Peggy Friðriksdóttir. Sambúðarkona Einars Sigrún Ólafsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Guðbjörg Elín Hreiðarsdóttir.

Einar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann ýmis verkamannastörf í námsleyfum, m.a. við hreinsun eftir Gosið 1973. Hann varð stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1973, lauk B.Sc-prófi í líffræði og síðar mastersprófi í efnafræði og erfðafræði í Shippensburg University í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum 1978.
Einar var kennari við Menntaskólann á Laugarvatni 1978-1983, kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð 1984-2015. Hann varði hálfs árs námsleyfi í University of British Columbia í Vancouver, Kanada, árin 2005-2006.
Þau Guðrún giftu sig 1973, eignuðust eitt barn, en skildu 1975.
Þau Eygló eignuðust barn 1972.
Þau Anna Peggy giftu sig 1978, eignuðust þrjú börn, en skildu 1993. Þau bjuggu á Laugarvatni og í Reykjavík, ráku nokkra veitingastaði í Reykjavík 1985-1992.
Einar bjó með Sigrúnu Ólafsdóttur í Reykjavík frá 1995. Hún lést 1998.
Einar og Guðbjörg Elín voru í sambúð um skeið, bjuggu í Reykjavík og Kópavogi.
Einar lést 2018.

I. Fyrsta kona Einars, (1973, skildu 1975), er Guðrún Ingimundardóttir, f. 5. október 1952.
Börn þeirra:
1. Óskar Pétur Einarsson vélaverkfræðingur í Reykjavík, f. 12. júní 1972. Kona hans Guðrún Eva Jóhannsdóttir.

II. Barnsmóðir Einars er Eygló Ólafsdóttir, f. 29. september 1954.
Barn þeirra:
2. Anna Guðrún Einarsdóttir húsfreyja í Georgíu í Bandaríkjunum, f. 1. desember 1972. Maður hennar Steven McCall.

III. Kona Einars, (1978, skildu), er Peggy Annadale Adal Óskarsson (síðar Anna Peggy Friðriksdóttir) húsfreyja, nú í Kanada, f. 27. júlí 1956.
Börn þeirra:
3. Kristjana Lucille Einarsdóttir, býr í Kanada, ógift, f. 18. apríl 1982.
4. Katrín Sif Einarsdóttir leiðsögumaður og jógakennari í Reykjavík, f. 26. febrúar 1987, ógift.
5. Rut Vilbjörg Einarsdóttir, býr í Kanada, f. 24. október 1990. Maður hennar Reuben Lamb.

IV. Sambúðarkona Einars var Sigrún Ólafsdóttir, f. 7. janúar 1955, d. 15. október 1998. Þau voru barnlaus.

V. Sambúðarkona Einars, skildu, er Guðbjörg Elín Hreiðarsdóttir, f. 24. maí 1960. Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.