Atli Einarsson
Atli Einarsson stýrimaður, húsasmiður fæddist 21. janúar 1943 í Drífanda við Bárugötu 2.
Foreldrar hans voru Einar Runólfsson skipstjóri, f. 25. desember 1918 í Garðhúsum í Seyðisfirði, d. 10. mars 2019, og kona hans Vilborg Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 21. nóvember 1921 á Þórarinsstaðaeyrum í Seyðisfirði, d. 18. janúar 2005.
Börn Vilborgar og Einars:
1. Andvana drengur, f. 14. desember 1941 í Birtingarholti.
2. Atli Einarsson bankastarfsmaður, sjómaður, trésmiður, f. 21. janúar 1943 í Drífanda. Kona hans Sigurbjörg Rut Óskarsdóttir.
3. Eygló Einarsdóttir húsfreyja, starfsmaður Sjúkrahússins, f. 28. febrúar 1944 í Drífanda. Maður hennar Hreinn Smári Guðsteinsson.
4. Hlöðver Einarsson sjómaður, yfirvélstjóri, f. 11. nóvember 1945 á Velli, d. 25. desember 1986, fórst með Suðurlandinu. Kona hans Kristín Káradóttir.
5. Friðbjörg Einarsdóttir húsfreyja, vinnur hjá verkalýðssambandinu í Svíþjóð, f. 14. júní 1956. Maður hennar Magnús Geir Einarsson.
Atli var starfsmaður í Útvegsbanka Íslands í Eyjum 1960-1964, byrjaði sjómennsku 1964 með Gísla Jónassyni skipstjóra, erindreka FAO. Hann stundaði sjómennsku í 11 ár, þar af 9 vertíðir á Sæbjörgu VE 56, stýrimaður þar 1977-1978, stýrimaður á Elliðaey VE 45 árið 1972. Hann var húsasmiður síðan, en skrapp á vertíð öðru hvoru.
Þau Sigurbjörg Rut giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Sóleyjargötu 3 við Gosið 1973, búa við Bessahraun 22.
I. Kona Atla er Sigurbjörg Rut Óskarsdóttir frá Stakkholti við Vestmannabraut 49, húsfreyja, læknaritari, f. 22. september 1946.
Börn þeirra:
1. Einar Vilberg Atlason, f. 31. mars 1970, d. 28. október 1990.
2. Ósk Rebekka Atladóttir, f. 25. febrúar 1972.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.