Kristín Haraldsdóttir (Patreksfirði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Haraldsdóttir.

Kristín Haraldsdóttir frá Patreksfirði, húsfreyja fæddist 25. september 1938 á Vatneyri.
Foreldrar hennar voru Olgeir Haraldur Guðbrandsson frá Höfðadal í Tálknafirði, togarasjómaður, verkamaður, f. 29. júní 1915 í Stóra-Laugardal í Tálknafirði, d. 29. júlí 2004 og fyrri kona hans Sigrún Halldórsdóttir frá Patreksfirði, húsfreyja, f. 28. desember 1918 á Geirseyri, d. 7. febrúar 1944.
Fósturforeldrar hennar voru móðurforeldrar hennar Halldór Jóhannesson, f. 27. júní 1891, d. 18. mars 1970, og kona hans Margrét Sigríður Hjartardóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1890, d. 28. maí 1976.

Kristín missti móður sína er hún var á sjötta árinu. Hún var með föður sínum á heimili móðurforeldra sinna á Bjarkargötu 3 á Vatneyri 1946-1948, skráð fósturbarn hjá þeim 1949 og síðar.
Hún nam í Núpsskóla og í Húsmæðraskólanum á Laugum í S.-Þing. 1956-1957.
Kristín vann á Patreksfirði í Kaupfélaginu og á Símstöðinni.
Í Eyjum vann hún á Símsstöðinni og síðan í 30 ár í Sparisjóði Vestmannaeyja.
Þau Gísli kynntust á Patreksfirði, giftu sig þar 1961, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Patreksfirði til 1967, er þau fluttu til Eyja og bjuggu síðast á Sóleyjargötu 3.
Gísli lést 2009. Kristín býr á Sóleyjargötu 3.

I. Maður Kristínar, (30. desember 1961), var Gísli Óskarsson frá Stakkholti, sjómaður, vélstjóri, f. 19. júní 1939 á Kiðjabergi, d. 12. mars 2009.
Börn þeirra:
1. Guðný Svava Gísladóttir húsfreyja, matráður, býr í Stakkholti, f. 4. apríl 1962 á Aðalstræti 49 á Patreksfirði. Fyrrum maður hennar Ómar Traustason Marinóssonar. Maður hennar Sigurður Einarsson.
3. Sigrún Olga Gísladóttir skrifstofumaður, býr á Sóleyjargötu 3, f. 29. desember 1963 á Aðalstræti 49 á Patreksfirði. Barnsfaðir hennar Eyjólfur Brynjar Guðmundsson. Barnsfaðir hennar Andrés Bragason.
4. Styrmir Gíslason starfsmaður Ísfélagsins, býr á Skólavegi 25, f. 27. desember 1966 á Aðalstræti 49 á Patreksfirði. Kona hans Hólmfríður Ása Sigurpálsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.