Friðrikka Dagmar Erlendsdóttir
Friðrikka Dagmar Erlendsdóttir frá Gilsbakka, húsfreyja fæddist 5. maí 1905 í Sandprýði og lést 8. júní 1980.
Foreldrar hennar voru Erlendur Árnason trésmíðameistari, útgerðarmaður á Gilsbakka, f. 5. nóvember 1864 í Neðridal u. V.-Eyjafjöllum, d. 28. nóvember 1946, og kona hans Björg Sighvatsdóttir frá Vilborgarstöðum, húsfreyja, f. 5. júní 1873, d. 22. maí 1955.
Börn Bjargar og Erlendar:
1. Friðrikka Dagmar Erlendsdóttir húsfreyja á Gilsbakka, síðar í Reykjavík, f. 5. maí 1905, d. 8. júní 1980.
2. Júlíana Sigurbjörg Erlendsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 3. september 1912, d. 24. júlí 1982.
Fósturbarn þeirra, sonur Júlíönu dóttur þeirra var
3. Hilmir Hinriksson, f. 31. mars 1932, d. 24. nóvember 2005.
Dagmar var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Ólafur giftu sig 1927, eignuðust tvö börn.Þau bjuggu á Gilsbakka.
Ólafur lést 1962.
Dagmar bjó síðast á Vífilsgötu 6 í Reykjavík. Hún lést 1980.
I. Maður Dagmarar, (24. júní 1927), var Ólafur St. Ólafsson vélsmíðameistari, forstjóri, f. 24. júní 1900 á Vopnafirðir, d. 5. mars 1962.
Börn þeirra:
1. Friðrik Erlendur Ólafsson vélvirkjameistari, vélstjóri, kyndari, framkvæmdastjóri, f. 5. júní 1928, d. 19. júlí 2012. Kona hans Margrét Sighvatsdóttir frá Ási.
2. Gunnar Ólafsson rennismiður, vélvirki, útgerðarmaður, f. 17. september 1931, d. 15. október 1997. Kona hans Þuríður Guðrún Ottósdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1969.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.