Júlíana Sigurbjörg Erlendsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Júlíana Sigurbjörg Erlendsdóttir frá Gilsbakka, húsfreyja í Reykjavík fæddist 3. september 1912 á Gilsbakka og lést 24. júlí 1982.
Foreldrar hennar voru Erlendur Árnason trésmíðameistari, útgerðarmaður á Gilsbakka, f. 5. nóvember 1864 í Neðridal u. V.-Eyjafjöllum, d. 28. nóvember 1946, og kona hans Björg Sighvatsdóttir frá Vilborgarstöðum, húsfreyja, f. 5. júní 1873, d. 22. maí 1955.

Börn Bjargar og Erlendar:
1. Friðrikka Dagmar Erlendsdóttir húsfreyja á Gilsbakka, síðar í Reykjavík, f. 5. maí 1905, d. 8. júní 1980.
2. Júlíana Sigurbjörg Erlendsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 3. september 1912, d. 24. júlí 1982.
Fósturbarn þeirra, sonur Júlíönu dóttur þeirra var
3. Hilmir Hinriksson, f. 31. mars 1932, d. 24. nóvember 2005.

Júlíana var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var talsímakona á Símstöðinni.
Júlíana eignaðist barn með Hinriki 1932.
Þau Ragnar Valur giftu sig 1935, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Gilsbakka, en síðan í Reykjavík. Þar ráku þau veitingasölu.
Þau fluttu til Arnarfjaðar 1937, bjuggu í Stapadal og stunduðu landbúnað og trilluútgerð. Sá búskapur lagðist af í Septemberveðrinu 1937. Ragnar varð sjómaður á Patreksfirði, matsveinn á togurum og hvalveiðibátum, síðar flutningaskipum.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1939, hófu veitingarekstur í gamla Golfskálanum í Eskihlíð. Þau hófu veitingar á Hverfisgötu 116 og þar byrjaði Þórscafé, sem var flutt í Brautarholt 20 1958. Samtímis ráku hjónin veitingastaðinn Hótel Brúarlund í Vaglaskógi. Þau keyptu Valhöll á Þingvöllum ásamt öðrum, og yfirtóku þann rekstur 1967 með börnum sínum. Rut dóttir þeirra tók síðan við rekstrinum.

I. Barnsfaðir Júlíönu var Hinrik Guðmundur Jónsson lögmaður, útgerðarmaður, kaupfélagsstjóri, síðar bæjarstjóri, bæjarfógeti, sýslumaður, f. 2. janúar 1908, d. 19. mars 1965.
Barn þeirra:
1. Hilmir Hinriksson verkamaður, verkstjóri, f. 31. mars 1932, d. 24. nóvember 2005 á Ási í Hveragerði. Kona hans Hulda Sveinsdóttir.

II. Maður Júlíönu Sigurbjargar, (29. júní 1935), var Ragnar Valur Jónsson bóndi, matsveinn, veitingamaður, f. 30. júní 1912, d. 8. maí 1981. Foreldrar hans voru Jón Magnússon bóndi, kaupmaður, f. 13. mars 1860, d. 27. ágúst 1931 og kona hans, (skildu), Rakel Ólafsdóttir húsfreyja, f. 4. mars 1873, d. 8. september 1955.
Börn þeirra:
1. Rakel Björg Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1936, d. 17. september 2006. Maður hennar Björgvin Árnason.
2. Jón Óðinn Ragnarsson forstjóri, veitingamaður, f. 29. júní 1939. Kona hans Hrafnhildur Valdimarsdóttir.
3. Þór Ragnarsson veitingamaður, f. 17. apríl 1943.
4. Ruth Thelma Ragnarsdóttir veitingamaður, f. 4. maí 1949. Barnsfaðir hennar Matthías Hallgrímsson. Maður hennar Ómar Hallsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.
  • Íslendingaþættir Tímans 11. ágúst 1982. Minning.
  • Morgunblaðið 31. júlí 1982. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.