Ólafur St. Ólafsson (forstjóri)
Ólafur Stefán Ólafsson á Gilsbakka, vélsmíðameistari, forstjóri fæddist 24. júní 1900 á Vopnafirði og lést 5. mars 1962.
Foreldrar hans voru Ólafur Friðrik Davíðsson verslunarstjóri, f. 25. mars 1858 á Akureyri, d. 15. ágúst 1932, og kona hans Sigríður Þórunn Stefanía Þorvarðardóttir húsfreyja, f. 22. júní 1862 á Fagurhólsmýri í Öræfum, d. 8. október 1932.
Ólafur lærði vélsmíðar á Ísafirði í þrjú ár, nam síðan í Vélskóla Íslands og lauk prófi þar 1922, fluttist til Eyja 1924 til að ljúka vélsmíðanámi hjá Vélsmiðju Th. Thomsens og lauk námi 1926.
Hann var vélstjóri á ýmsum skipum í tvö ár 1922-1924, fluttist þá til Eyja.
Þeir Óskar Sigurhansson byggðu og stofnuðu vélsmiðju á Strandvegi 75 og nefndu Vélsmiðju Ólafs og Óskars og ráku hana til 1933, en þá sameinuðu þeir og Guðjón Jónsson vélsmiðjur sínar og nefndu Vélsmiðjuna Magna 5. september 1933. Þar starfaði Ólafur síðan.
Þau Dagmar giftur sig 1927, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Gilsbakka.
Ólafur lést 1962. Dagmar bjó síðast í Reykjavík. Hún lést 1980.
I. Kona Ólafs, (24. júní 1927), var Friðrikka Dagmar Erlendsdóttir frá Gilsbakka, f. 5. maí 1905, d. 8. júní 1980.
Börn þeirra:
1. Friðrik Erlendur Ólafsson vélvirkjameistari, vélstjóri, kyndari, framkvæmdastjóri, f. 5. júní 1928, d. 19. júlí 2012. Kona hans Margrét Sighvatsdóttir frá Ási.
2. Gunnar Ólafsson rennismiður, vélvirki, útgerðarmaður, f. 17. september 1931, d. 15. október 1997.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1969.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.