Gunnar Ólafsson (Gilsbakka)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gunnar Ólafsson frá Gilsbakka við Heimagötu 14, rennismiður, vélvirki, vélstjóri fæddist þar 17. september 1931 og lést 15. október 1997.
Foreldrar hans voru Ólafur Stefán Ólafsson vélsmíðameistari, forstjóri, f. 24. júní 1900, d. 5. mars 1962, og kona hans Friðrikka Dagmar Erlendsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1905, d. 8. júní 1980.

Gunnar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1948, lærði rennismíði og vélvirkjun í Iðnskólanum og Magna og lærði einnig vélstjórn.
Gunnar vann við iðn sína. Hann átti í útgerð með Sigurði Erlingi Péturssyni. Þeir gerðu út bátinn Eyjaver.
Þau Þuríður Guðrún (Stella) giftu sig 1953, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Gilsbakka og Lágafelli.
Þau fluttu í Gosinu 1973 til Reykjavíkur, þaðan til Hafnar í Hornafirði. Þau fluttu til Hvolsvallar 1975, bjuggu þar til 1987, er þau sneru til Eyja. Þá vann Gunnar hjá Skipalyftunni.
Gunnar lést 1997 og Þuríður 2004.

I. Kona Gunnars, (9. maí 1953), var Þuríður Guðrún Ottósdóttir (Stella) úr Reykjavík, húsfreyja, f. 5. janúar 1931, d. 1. ágúst 2004.
Börn þeirra:
1. Guðni Friðrik Gunnarsson, f. 8. apríl 1953. Fyrrum kona hans Ingveldur Haraldsdóttir. Kona hans Petrína Sigurðardóttir.
2. Erla Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1954. Maður hennar Sigurður Garðarsson.
3. Ottó Ólafur Gunnarsson, f. 26. nóvember 1958. Barnsmóðir hans Jóhanna Þrúður Jóhannesdóttir. Kona hans Aðalheiður Viðarsdóttir.
4. Hrönn Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1964. Maður hennar Ólafur Sigurðsson.
5. Erlendur Gunnar Gunnarsson, f. 27. júní 1966. Sambúðarkona hans Oddfríður Lilja Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.