Hilmir Hinriksson (Gilsbakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hilmir Hinriksson.

Hilmir Hinriksson frá Gilsbakka, verkamaður, verkstjóri fæddist þar 31. mars 1932 og lést 24. nóvember 2005 á Ási í Hveragerði.
Foreldrar hans voru Hinrik Guðmundur Jónsson, lögmaður, útgerðarmaður, kaupfélagsstjóri, síðar bæjarstjóri, bæjarfógeti, sýslumaður, f. 2. janúar 1908, d. 19. mars 1965, og barnsmóðir hans Júlíana Sigurbjörg Erlendsdóttir frá Gilsbakka, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 3. september 1912, d. 24. júlí 1982.
Fósturforeldrar Hilmis voru móðurforeldrar hans Erlendur Árnason trésmíðameistari, f. 5. nóvember 1864, d. 28. nóvember 1946, og Björg Sighvatsdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1873, d. 22. maí 1955.

Hilmir var með fósturforeldrum sínum í æsku.
Hann starfaði á bifreiðaverkstæðum í Reykjavík og Hveragerði á yngri árum, en vann hjá Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði frá 1964 til starfsloka vegna aldurs.
Þau Hulda giftu sig 1952, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík, en fluttu til Hveragerðis 1956 og bjuggu þar síðan.
Hulda lést 1993 og Hilmir 2005.

I. Kona Hilmis, (19. október 1952), var Hulda Sveinsdóttir sjúkraliði, f. 30. janúar 1932, d. 19. ágúst 1992. Foreldrar hennar voru Sveinn Eiríksson Sveinsson, f. 19. júlí 1899, d. 25. febrúar 1989, og Hólmfríður Eyjólfsdóttir, f. 20. ágúst 1892, d. 8. desember 1942.
Börn þeirra:
1. Erlendur Hilmisson rafvirkjameistari, f. 9. febrúar 1952, d. 6. febrúar 2016. Fyrrum kona hans Guðlaug Bjarnþórsdóttir.
2. Hólmfríður Kristín Hilmisdóttir húsfreyja, deildarstjóri, f. 31. mars 1953. Maður hennar Sólmundur Sigurðsson.
3. Björg Hilmisdóttir húsfreyja, f. 8. maí 1954. Barnsfeður hennar Guðlaugur Þórarinsson og Bergmundur Bæring Ólafur Kjartansson og Úlfar Jón Andrésson. Maður hennar Hjörtur Már Benediktsson.
4. Brynjólfur Sævar Hilmisson vinnuvélastjóri, f. 3. apríl 1956. Kona hans Anna Viktoría Högnadóttir.
5. Júlíana Sigurbjörg Hilmisdóttir leikskólakennari, f. 2. júlí 1958. Maður hennar Viktor Sigurbjörnsson.
6. Harpa Hilmisdóttir tanntæknir, f. 13. apríl 1872. Barnsfaðir hennar Óskar Birgir Sigurþórsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.