Eygló Björg Ólafsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eygló Björg Ólafsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja fæddist þar 22. júní 1939.
Foreldrar hennar voru Ólafur Steingrímur Eiríksson, f. 24. júní 1897 að Hóli í Ólafsfirði, d. 16. desember 1985, og Friðrikka Jónasína Margrét Björnsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1900 í Borgargerði í Fljótum, Skagaf., d. 3. febrúar 1990.

Börn Friðrikku og Ólafs í Eyjum:
1. Kristín Ólafsdóttir húsfreyja á Hvoli við Urðaveg, f. 22. júlí 1925, d. 24. október 1992, kona Guðjóns Kristinssonar.
2. Engilráð Birna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 9. desember 1927, d. 3. nóvember 2021. Maður hennar Baldur Kristinsson.
3. Haflína Ásta Ólafsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1932. Maður hennar Sveinn Sigurðsson.
4. Eygló Björg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1939. Maður hennar Bergmann Júlíusson.
5. Anna Marsibil Ólafsdóttir húsfreyja, f. 15. apríl 1943. Maður hennar Guðjón Jónsson.

Eygló Björg ólst upp á Siglufirði, flutti til Eyja 1958.
Hún vann við fiskiðnað.
Þau Bergmann giftu sig 1961, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Uppsölum og á Brekkugötu 7. Þau fluttu til Keflavíkur við Gos 1973, bjuggu á Nónvörðu 5, síðar Stekkjargötu 83.

I. Maður Eyglóar Bjargar, (7. október 1961), er Jón Bergmann Júlíusson frá Uppsölum við Faxastíg 7, húsasmíðameistari, f. 5. september 1939 á Siglufirði.
Börn þeirra:
1. Edda Bergmannsdóttir húsfreyja, f. 10. september 1957. Maður hennar Jón Þorkelsson.
2. Júlía Ólöf Bergmannsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 10. júní 1963, d. 25. janúar 2006. Maður hennar Jóhann Freyr Ragnarsson.
3. Finnur Bergmannsson tölvunarfræðingur, f. 20. maí 1966.
4. Friðrik Bergmannsson verkamaður, sundlaugarvörður, f. 4. júlí 1968. Kona hans Ingibjörg Steingrímsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.