Baldur Kristinsson (verkstjóri)
Baldur Kristinsson verkstjóri fæddist 23. desember 1927 í Helli við Vestmannabraut 13B og lést 25. janúar 2004 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Guðmundur Kristinn Gíslason sjómaður, verkamaður, bræðslumaður, f. 2. júlí 1898, d. 20. maí 1977 og kona hans Guðlaug Margrét Gestsdóttir frá Beinateig á Stokkseyri, húsfreyja, f. 19. júní 1903, d. 17. desember 1956.
Börn Margrétar og Kristins:
1. Sigurður Kristinsson, f. 7. júlí 1923 á Reynivöllum, d. 5. desember 1929.
2. Baldur Guðni Kristinsson, f. 26. júlí 1926 í Borgarhól, d. 1. mars 1927.
3. Baldur Kristinsson, f. 13. desember 1927 í Helli, d. 25. janúar 2004.
4. Sigríður Jóna Kristinsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1929 á Rafnseyri, d. 12. ágúst 2010.
5. Gísli Gunnar Kristinsson málararameistari, f. 20. júlí 1931 á Staðarfelli, d. 23. apríl 2019.
Baldur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk vélstjóraprófi 1950.
Hann vann við afgreiðslu og var bílstjóri hjá Helga Benediktssyni, en var lengst verkstjóri í Fiskimjölsverksmiðjunni Gúanó.
Þau Engilráð Birna giftu sig 1950, eignuðust tvö uppeldisbörn. Þau bjuggu í fyrstu við Herjólfsgötu, en byggðu hús við Brekkugötu 13 og bjuggu þar lengst, en síðast við Foldahraun 40d.
Baldur lést 2004 og Engilráð Birna 2021.
I. Kona Baldurs, (25. desember 1950), var Engilráð Birna Ólafsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja f. 9. desember 1927, d. 3. nóvember 2021.
Börn þeirra, fósturbörn:
1. Júlía Ólöf Bergmannsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1963. Maður hennar Jóhann Freyr Ragnarsson.
2. Sigurður Smári Benónýsson, f. 14. nóvenmber 1972. Sambúðarkona hans Sigríður Lára Andrésdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 31. janúar 2004. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.