Anna Marsibil Ólafsdóttir
Anna Marsibil Ólafsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, starfsmaður Sjúkrahússins fæddist 15. apríl 1943.
Foreldrar hennar voru Ólafur Steingrímur Eiríksson, f. 24. júní 1897 að Hóli í Ólafsfirði, d. 16. desember 1985, og Friðrikka Jónasína Margrét Björnsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1900 í Borgargerði í Fljótum, Skagaf., d. 3. febrúar 1990.
Börn Friðrikku og Ólafs í Eyjum:
1. Kristín Ólafsdóttir húsfreyja á Hvoli við Urðaveg, f. 22. júlí 1925, d. 24. október 1992, kona Guðjóns Kristinssonar.
2. Engilráð Birna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 9. desember 1927, d. 3. nóvember 2021. Maður hennar Baldur Kristinsson.
3. Haflína Ásta Ólafsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1932. Maður hennar Sveinn Sigurðsson.
4. Eygló Björg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1939. Maður hennar Bergmann Júlíusson.
5. Anna Marsibil Ólafsdóttir húsfreyja, f. 15. apríl 1943. Maður hennar Guðjón Jónsson.
Anna eignaðist barn með Valmundi 1961.
Þau Benóný giftu sig, eignuðust fimm börn. Þau skildu.
Þau Guðjón giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau búa við Foldahraun 40.
I. Barnsfaðir Önnu er Valmundur Sverrisson, f. 30. nóvember 1941.
Barn þeirra:
1. Valmundur Valmundson, f. 10. maí 1961.
II. Fyrrum maður Önnu er Benóný Sigurður Þorkelsson frá Siglufirði, f. 14. ágúst 1944. Foreldrar hans Anton Þorkell Benónýsson, f. 15. september 1920, d. 6. janúar 1993, og Margrét Brands Viktorsdóttir, f. 28. september 1922, d. 29. desember 2009.
Börn þeirra:
2. Þorkell Benónýsson, f. 31. október 1962.
3. Baldur Benónýsson, f. 12. janúar 1964.
4. Sverrir Ólafur Benónýsson, f. 5. janúar 1965.
5. Magnús Benónýsson, f. 18. febrúar 1970.
6. Sigurður Smári Benónýsson, f. 14. nóvember 1972.
III. Maður Önnu Marsibil er Guðjón Sævar Jónsson frá Siglufirði, sjómaður, f. 26. mars 1941.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Anna Marsibil.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.