Erla Baldvinsdóttir (Hásteinsblokkinni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Erla Kristín Lilja Baldvinsdóttir.

Erla Kristín Lilja Baldvinsdóttir frá Stóra-Eyrarlandi á Akureyri fæddist þar 30. október 1931 og lést 18. maí 2015 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Baldvin Gunnlaugur Sigurbjörnsson frá Sauðaneskoti í Svarfaðardal, skipstjóri, vélstjóri, f. 9. júlí 1906, d. 2. maí 1970, og Snjólaug Hlíf Baldvinsdóttir frá Stóra-Eyrarlandi á Akureyri, fiskimatsmaður, verkstjóri, eftirlitsstarfsmaður, f. 21. nóvember 1912, d. 3. maí 2000.

Börn Snjólaugar og Baldvins:
1. Erla Kristín Lilja Baldvinsdóttir húsfreyja, f. 30. október 1931. Fyrrum maður hennar Kristján Gíslason.
2. Unnur Gígja Baldvinsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri, deildarstjóri, f. 22. mars 1933. Maður hennar Magnús Bjarnason .
3. Guðbjörn Gísli Baldvinsson, f. 30. maí 1937, d. 31. ágúst 1976. Kona hans Guðbjörg Þorgeirsdóttir.
4. Baldvin Sigurbjörn Baldvinsson, f. 24. júní 1947. Kona hans Anna Sigurlaug Scheving Sigurjónsdóttir.

Erla var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1948.
Erla vann eingöngu heimilisstörf í hjónabandi sínu til 1968, en þá hóf hún líka störf utan heimilis, vann skrifstofustörf hjá Hraðfrystistöðinni í Eyjum til Goss 1973, þá hjá Hraðfrystistöðinni á Eyrarbakka uns hún var lögð niður, en síðan vann Erla á skrifstofu Alpan á Eyrarbakka til starfsloka vegna aldurs.
Þau Kristján giftu sig 1949, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Akureyri, í Hafnarfirði, á Siglufirði frá 1955-1958, á Sauðárkróki til 1963.
Þau fluttu til Eyja 1963 og bjuggu þar í Hásteinsblokkinni til Goss 1973. Þau fluttu til Reykjavíkur og síðan á Eyrarbakka, en þar skildu þau 1976.
Erla bjó á Eyrarbakka í 25 ár eftir að hjónabandi hennar lauk.
Hún flutti til Eyja, dvaldi í þrjú ár í Hraunbúðum. Erla lést 2015.

I. Maður Erlu, (3. nóvember 1949), var Kristján Gíslason frá Bjargi í Norðfirði, sjómaður, skipstjóri, yfirverkstjóri, skrifstofumaður, f. þar 30. nóvember 1930, d. 26. júní 2005 á Seyðisfirði.
Börn þeirra:
1. Gísli Kristjánsson, f. 10. ágúst 1948. Fyrrum kona hans Hólmfríður Ragnarsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans hans Dagmar Inga Kristjánsdóttir. Sambúðarkona hans Halla Guðmundsdóttir.
2. Baldvin Kristjánsson, f. 2. ágúst 1953. Kona hans Halla Júlía Andersen.
3. Páll Kristjánsson, f. 16. apríl 1955. Kona hans Kristín Hannesdóttir.
4. Snjólaug Kristjánsdóttir, f, 17. september 1956. Fyrrum maður hennar Jóhann Guðnason. Maður hennar Jón Karl Ragnarsson.
5. Finnur Kristjánsson, f. 8. apríl 1960. Fyrrum kona hans Sigríður Hannesdóttir. Kona hans Þórunn Gunnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.