Magnús Bjarnason (Garðshorni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Magnús Bjarnason frá Garðshorni, verkstjóri, sérhæfður starfsmaður fiskiðjuvera fæddist þar 5. júlí 1934 og lést 21. nóvember 2019.
Foreldrar hans voru Bjarni Gíslason Jónsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, netagerðarmaður fæddur 28. september 1911 á Ísafirði, d. 9. júní 1987, og kona hans Ásta Guðmunda Haraldsdóttir frá Garðshorni, húsfreyja, f. 26. október 1914 í Reykjavík, d. 2. júní 2005.

Börn Ástu og Bjarna:
1. Magnús Bjarnason verkstjóri, starfsmaður fiskiðjuvera, f. 5. júlí 1934.
2. Ágústa Björk Bjarnadóttir Kjærnested húsfreyja, f. 2. febrúar 1939.
3. Ásta Birna Bjarnadóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1945.

Magnús var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1951.
Magnús starfaði að fiskiðnaði, var verkstjóri hjá Fiskiðjunni hf í nokkur ár og síðan starfsmaður Fiskmats Ríkisins í Eyjum, en lengst eða um 30 ár starfaði hann hjá sameiginlegri skrifstofu frystihúsanna í Eyjum, er síðar varð Samfrost.
Þau hjónin fluttust til Reykjavíkur 1980. Þar starfaði Magnús hjá Vinnumálasmbandi Samvinnufélaganna og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna.
Magnús fluttist aftur til Eyja 1986, en vann hjá Iðnaðardeild SÍS á Akureyri skamma stund.
Síðustu starfsár sín vann hann hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja og síðar varð hann framkvæmdastjóri Útvegsbændafélags Vestmannaeyja. Þar starfaði hann 1999-2007.
Þau Unnur Gígja giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu í fyrstu á Boðaslóð 12 og við fæðingu Snjólaugar Ástu 1957, þá á Faxastíg 39, síðan Hilmisgötu 11 við fæðingu Margrétar Lilju 1961 og þá á Fjólugötu 25 við fæðingu Bjarna Ólafs 1963, og þar bjuggu þau til 1980. Þau bjuggu á Búhamri 86 frá 1986, en dvöldu síðast saman í Hraunbúðum.
Magnús lést 2019.
Unnur Gígja dvelur í Hraunbúðum.

I. Kona Magnúsar, (22. ágúst 1956), er Unnur Gígja Baldvinsdóttir hjúkrunarfræðingur, hjúkrunardeildarstjóri, f. 22. mars 1933 á Akureyri.
Börn þeirra:
1. Snjólaug Ásta Magnúsdóttir, f. 18. febrúar 1957, d. 26. febrúar 1957.
2. Margrét Lilja Magnúsdóttir húsfreyja, BSc.-líffræðingur, starfsmaður Líffræðistofnunar Háskóla Íslands, fyrrverandi safnstjóri Sæheima, f. 24. desember 1961. Fyrri maður hennar var Rafn Benediktsson. Sambýlismaður hennar er Jóhann Pétursson.
3. Bjarni Ólafur Magnússon myndlistarmaður, lögreglumaður á Selfossi, f. 4. apríl 1963.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.