Kristján Gíslason (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristján Gíslason.

Kristján Gíslason frá Bjargi í Norðfirði, skipstjóri fæddist þar 30. nóvember 1930 og lést 26. júní 2005 á Seyðisfirði.
Foreldrar hans voru Gísli Hjálmarsson Kristjánsson frá Sandhúsi í Mjóafirði, útgerðarmaður, f. 12. desember 1893, d. 6. júlí 1989, og kona hans Fanný Kristín Ingvarsdóttir frá Ekru í Norðfirði, húsfreyja, f. 17. desember 1904, d. 9. ágúst 1997.

Kristján lauk gagnfræðaprófi Akureyri 1948 og hinu meira fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1951.
Hann var sjómaður frá 1944, var bátsmaður á togurum 1951-1952, stýrimaður og skipstjóri á togurum og ýmsum fiskiskipum frá 1953-1973. Hann var yfirverkstjóri á Litla-Hrauni 1974-1975, skrifstofumaður í Reykjavík 1977-1979, vann hjá Sambandi íslenskra fiskframleiðenda (SÍF).
Kristján flutti til Seyðisfjarðar 1991 og stundaði sjómennsku.
Þau Erla giftu sig 1949, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Akureyri, í Hafnarfirði, á Siglufirði frá 1955-1958, á Sauðárkróki til 1963.
Þau fluttu til Eyja 1963 og bjuggu þar í Hásteinsblokkinni til Goss 1973. Þau fluttu til Reykjavíkur og síðan á Eyrarbakka, en þar skildu þau 1976.
Kristján flutti til Seyðisfjarðar, bjó þar að síðustu í þjónustuíbúð á Múlavegi 22.
Kristján lést 2005.

I. Kona Kristjáns, (3. nóvember 1949, skildu 1976), var Erla Kristín Lilja Baldvinsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 30. október 1931 á Akureyri, d. 18. maí 2015.
Börn þeirra:
1. Gísli Kristjánsson, f. 10. ágúst 1948. Fyrrum kona hans Hólmfríður Ragnarsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans hans Dagmar Inga Kristjánsdóttir. Sambúðarkona hans Halla Guðmundsdóttir.
2. Baldvin Kristjánsson, f. 2. ágúst 1953. Kona hans Halla Júlía Andersen.
3. Páll Kristjánsson, f. 16. apríl 1955, Kona hans Kristín Hannesdóttir.
4. Snjólaug Kristjánsdóttir, f, 17. september 1956. Fyrrum maður hennar Jóhann Guðnason. Maður hennar Jón Karl Ragnarsson.
5. Finnur Kristjánsson, f. 8. apríl 1960. Fyrrum kona hans Sigríður Hannesdóttir. Kona hans Þórunn Gunnarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 10. júlí 2005. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.