Magnús Jónsson (skólastjóri)
Magnús Jónsson kennari, skólastjóri fæddist 6. ágúst 1916 í Bolungarvík og lést 6. júní 2012 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jón Finnbogi Bjarnason frá Ármúla á Langadalsströnd, bóndi, lögreglumaður, veitingamaður, f. 28. febrúar 1886, d. 9. júní 1952, og kona hans Margrét María Pálsdóttir frá Eyri í Reykjarfirði, húsfreyja, f. 16. september 1884, d. 6. apríl 1922.
Börn Margrétar og Jóns:
1. Páll Jónsson, f. 27. maí 1909, d. á Ísafirði 23. febrúar 1927.
2. Ragnhildur Ingibjörg (Jónsdóttir) Ásgeirsdóttir, f. 16. júlí 1910, d. 22. júlí 1981. Hún var kjörbarn sr. Ásgeirs Ásgeirssonar frá Hvammi og Ragnhildar föðursystur sinnar. Menn hennar, skildu, voru Sigurður Ólason og Ófeigur Ófeigsson.
3. Bjarni Gíslason Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður í Garðshorni, f. 28. september 1911 á Ísafirði, d. 2. janúar 1999.
4. Jónína Guðrún Jónsdóttir, f. 10. september 1914, d. 21. maí 1915.
5. Magnús Jónsson kennari, skólastjóri, f. 7. ágúst 1916, d. 6. júní 2012.
6. Ásgeir Jónsson fulltrúi á Skattstofunni í Reykjavík, f. 21. apríl 1919, d. 29. maí 2004. Kona hans var Hulda Guðmundsdóttir.
7. Drengur Jónsson, f. 21. mars 1922, d. 22. mars 1922.
II. Barnsmóðir Jóns var Jónína María Pétursdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 11. júní 1905, d. 31. mars 1985.
Barn þeirra:
8. Guðmundur Eyberg Helgason bóndi á Kárastöðum á Vatnsnesi, V-Hún., f. 14. nóvember 1924, d. 26. maí 1979. Kona hans var Ingibjörg Margrét Kristjánsdóttir.
III. Barnsmóðir Jóns var Sigríður Ingibergsdóttir frá Hjálmholti, síðar húsfreyja á Kirkjubóli í Skutulsfirði, V-Ís., f. 31. maí 1911, d. 29. janúar 2002.
Barn þeirra var
9. Ármann Jónsson frá Hjálmholti, sjómaður, verkamaður, f. 27. ágúst 1928, d. 31. október 2013.
IV. Sambýliskona Jóns var Árný Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja, f. 20. mars 1898, d. 8. júlí 1977. Þau slitu samvistir.
Börn þeirra:
10. Þorbjörg Fanný Jónsdóttir, f. 10. október 1928, d. 5. september 1931.
11. Guðrún Kolbrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. september 1929 í Viðey. Maður hennar var Sigurður Árnason.
12. Hilmar Jónsson, f. 6. ágúst 1930 í Valhöll.
Magnús missti móður sína, er hann var á sjötta árinu. Fjölskyldan leystist upp og var Magnús sendur í fóstur til Æðeyjar. Þar var hann nokkur ár.
Hann lauk kennaraprófi 1938, las undir stúdentspróf 1938-1940, var við nám í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 1947 og 1948 og kynnti sér skólaskipulag, fyrirkomulag og starfshætti verknámsskóla og sótti fyrirlestra í sálar- og uppeldisfræði í Kaupmannahöfn og Ósló, kynnti sér síðar einnig verknámskennslu í Bandaríkjunum.
Magnús var forfallakennari við Barnaskólann 1941-1942, kennari við Gagnfræðaskólann 1942-1943 og var jafnframt starfsmaður við nýstofnaðan Sparisjóð.
Hann var kennari við Gagnfræðaskóla Akraness 1943-1950, (skólastjóri 1944-1945), skólastjóri iðnskólans á Akranesi 1944-1951.
Magnús var skólastjóri Gagnfræðaskóla verknáms í Reykjavík frá 1951, sem síðar varð Ármúlaskóli, og gegndi því starfi til starfsloka.
Hann var námsstjóri gagnfræðastigsins 1950-1951, skrifstofumaður hjá Landsímanum í Reykjavík 1938-1941. Hann var formaður barnaverndarnefndar Akraness í nokkur ár og í stjórn sparisjóðsins þar og í menningarráði Akraness.
Rit Magnúsar: Greinar í blöðum og tímaritum.
Þau Sigrún giftu sig 1941, eignuðust tvö börn, bjuggu á Stóra-Gjábakka, Bakkastíg 8, um skeið á Akranesi, síðar á Tómasarhaga og Grund í Reykjavík.
Magnús lést 2012 og Sigrún 2013.
I. Kona Magnúsar, (13. september 1941), var Jónína Sigrún Jónsdóttir húsfreyja, kennari, íþróttakennari, f. 12. febrúar 1918 á Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal, d. 14. maí 2013.
Börn þeirra:
1. Gyða Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, B.Sc.-hjúkrunarfræðingur, f. 5. nóvember 1942 á Stóra-Gjábakka.
2. Jón Magnússon lögfræðingur, hæstaréttarlögmaður, fyrrverandi alþingismaður, f. 23. mars 1946 á Akranesi. Fyrrum kona hans
er Halldóra Jónasdóttir Rafnar. Fyrrum kona er Marta Bryngerður Helgadóttir. Kona hans er Margrét Þórdís Stefánsdóttir. Barnsmóðir Jóns er Fanný Jónmundsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 12. júní 2012. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.