Steinunn Þorsteinsdóttir (Kastala)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Steinunn Þorsteinsdóttir vinnukona frá Kastala fæddist 22. september 1862 og lést 7. febrúar 1927 í Vesturheimi.

Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson tómthúsmaður og ekkill í Kastala, f. 27. júlí 1833, drukknaði 1863, og Guðrún Jónsdóttir, þá í Kastala, ekkja eftir Hjálmar Filippusson, f. 21. apríl 1825, d. 2. júní 1890.

Steinunn var með móður sinni í Kastala 1862, niðursetningur ásamt móður sinni hjá Arndísi Jónsdóttur þar 1863, niðursetningur þar 1864 og enn 1870.
Hún var vinnukona í Jónshúsi 1880 og við fæðingu Sigmundar 1883. Hún var á Gjábakka við brottför til Vesturheims 1886.

I. Maður hennar var Gísli Gíslason Brynjólfssonar, en hann var þá í Jónshúsi, f. 1847, d. 1. desember 1910.
Börn þeirra:
1. Sigmundur Gíslason (Sigmundur Mundi Gíslason Geslison) járnbrautarverkamaður og fleira í Spanish Fork í Utah, f. 29. október 1883 í Jónshúsi, fór til Vesturheims, d. 31. mars 1965. Kona hans Sveinsína Aðalbjörg Árnadóttir Johnson.
2. Margareth Gislason Braithwaite, f. 22. febrúar 1889 í Spanish Fork.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.