Ragnhildur Magnúsdóttir (Vanangri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnhildur Magnúsdóttir húsfreyja frá Vanangri fæddist 21. desember 1857 og lést 9. maí 1937.
Foreldrar hennar voru Magnús Eyjólfsson silfursmiður, f. 23. febrúar 1828, d. 25. júlí 1899, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1828, d. 9. september 1860.

Móðursystkini hennar í Eyjum voru:
1. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, síðar í Draumbæ, f. 26. desember 1813, drukknaði 29. september 1855.
2. Árni Guðmundsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 18. desember 1817, d. 20. júlí 1889.
3. Guðmundur Guðmundsson gullsmiður, mormónatrúboði og forseti safnaðarins í Eyjum, síðar í Lehi í Utah, f. 10. mars 1825, d. 20. september 1883, kvæntur Maríu Guðmundsson (dönsk kona).
4. Þorgerður Guðmundsdóttir vinnukona í Brekkuhúsi, f. 15. febrúar 1824, d. 1. júní 1866, ógift.
5. Benedikt Guðmundsson vinnumaður í Háagarði, f. 19. apríl 1821, drukknaði 26. mars 1842. Hann var faðir Péturs í Þorlaugargerði ættföður eldri Oddsstaðasystkina.

Ragnhildur var þriggja ára fósturbarn í Dölum 1860.
Hún var 12 ára sveitarómagi í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð 1870. Þar var þá Þorsteinn Erlingsson skáld 12 ára léttadrengur. Hann orkti síðar „Í Hlíðarendakoti“: „Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman...“.
Ragnhildur var vinnukona í Stóra-Ármóti í Laugardælasókn 1880, húsfreyja í Litlabæ í Kálfatjarnarsókn 1890 og enn 1920, búsett í Hafnarfirði 1930.

I. Maður Ragnhildar, (26. október 1883), var Helgi Sigvaldason bóndi, f. 9. maí 1859, d. 23. ágúst 1942.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Helgadóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1884, d. 12. mars 1917.
2. Guðlaugur Helgason sjómaður, f. 22. febrúar 1887, d. 31. mars 1952.
3. Erlendsína Helgadóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1889, d. 2. ágúst 1994.
4. Jón Helgason múrari og sjómaður, f. 27. júní 1895, d. 30. desember 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.