Þórður Magnússon (Skansinum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórður Magnússon.

Þórður Magnússon frá Skansinum, verktaki, bifreiðastjóri fæddist þar 17. apríl 1933 og lést 9. mars 2021.
Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson kaupmaður, verkamaður f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955, og kona hans Gíslína Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. nóvember 1889 í Bakkakoti u. Eyjafjöllum, d. 22. mars 1984.

Börn Magnúsar og Gíslínu:
1. Halldóra Guðleif Magnúsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1917 í Langa-Hvammi, d. 28. desember 2004.
2. Drengur, f. 15. janúar 1919 í Langa-Hvammi, lést nokkurra daga gamall.
3. Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1921 í Langa-Hvammi, d. 30. ágúst 2013.
4. Ívar Magnússon verkstjóri, f. 3. október 1923 í Langa-Hvammi, d. 13. nóvember 2005.
5. Guðjón Gísli Magnússon sjómaður, f. 20. október 1924 í Litlakoti, d. 27. febrúar 2000.
6. Óskar Magnússon sjómaður, f. 15 ágúst 1927 á Miðhúsum, d. 7. janúar 1950.
7. Guðrún Lilja Magnúsdóttir ljósmóðir, f. 27. september 1928 á Miðhúsum, d. 11. ágúst 2012.
8. Magnús Magnússon bóndi, verkamaður, f. 10. febrúar 1930 á Miðhúsum, d. 3. janúar 2009.
9. Klara Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1931 á Miðhúsum, d. 6. desember 1987.
10. Þórður Magnússon bifreiðastjóri, verktaki, f. 11. apríl 1933 á Skansinum við Strandveg 1c, d. 6. mars 2021.
11. Guðmundur Magnússon blikksmiður, f. 19. september 1934 á Skansinum við Strandveg 1c, d. 4. janúar 2014.

Börn Magnúsar og Margrétar Bjarnadóttur sambýliskonu hans:
12. Þórarinn Sigurður Thorlacius sjómaður, f. 27. nóvember 1906 í Langa-Hvammi, drukknaði 29. janúar 1940.
13. Magnús Sigurður Hlíðdal Magnússon sjómaður, f. 11. júlí 1910 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 1995.
14. Anna Sigrid Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1913 í Langa-Hvammi, d. 20. apríl 1991.

Börn Magnúsar og Magneu Gísladóttur.
15. Hafsteinn Magnússon kyndari, f. 17. júní 1913, d. 30. desember 2002.
16. Axel Hálfdán Magnússon sjómaður, símsmiður, f. 28. maí 1914 í Langa-Hvammi, d. 8. janúar 2000.
17. Þorbjörn Ólafur Maríus Magnússon sjómaður, f. 19. september 1916 í Langa-Hvammi, d. í apríl 1943.

Börn Þórðar Ívarssonar í Eyjum:
1. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 14.júlí 1945.
2. Magnús Þórðarson Thorlacius kaupmaður, bóndi, verkamaður á Skansinum, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955.
3. Gísli Þórðarson verkamaður, f. 5. desember 1877 að Ormskoti í Fljótshlíð, síðast í Görðum, d. 7. nóvember 1943.
4. Guðrún Þórðardóttir verkakona, f. 31. ágúst 1882 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. mars 1878.
Barn Þórðar Ívarssonar og fyrri konu hans Sigríðar Nikulásdóttur, f. 8. mars 1838, d. 24. maí 1864 var
5. Ívar Þórðarson á Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, bóndi, síðar í Eyjum, f. 3. september 1863, d. 10. apríl 1924.


Þórður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann lengi við fiskiðnað í Hraðfrystistöðinni, var verktaki við hreinsun bæjarins eftir Gosið 1973, sá um flutning á búslóðum Eyjafólks til lands fyrir Viðlagasjóð í tvö ár. Þá sáu þeir Arnar Sighvatsson um vöruafgreiðslu Herjólfs og unnu síðan við hitaveituframkvæmdir í bænum.
Þeir stofnuðu félagið Vinnutæki ehf. og voru verktakar við ýmsar byggingaframkvæmdir í 9 ár, og síðan rak Þórður fyrirtækið árum saman. Hann var síðan bifreiðastjóri.
Þau Hrönn giftu sig 1957, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Sætúni, Bakkastíg 10 1954-1959. Þau byggðu húsið við Bakkastíg 16 og bjuggu þar til Goss. Á gostímanum fluttust þau á Hvolsvöll og víðar, en voru lengst í Kópavogi, fluttust til Eyja 1975, bjuggu eitt sumar í Dölum og á Túngötu 24 1975-1977, en fluttu í apríl á því ári í nýbyggt hús sitt við Stapaveg 10.

ctr
Hrönn, Þórður og dætur.


ctr
Hrönn, Þórður og dætur.

I. Kona Þórðar, (28. desember 1957), er Hrönn Vilborg Hannesdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1939.
Börn þeirra:
1. Hanna Margrét Þórðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 24. maí 1955. Maður hennar er Óskar Valtýsson.
2. Ósk Þórðardóttir húsfreyja, tannlæknir í Reykjavík, f. 27. júní 1957 í Sætúni. Maður hennar er Kristinn Leifsson.
3. Guðbjörg Þórðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Garðabæ, f. 5. mars 1964. Maður hennar var Viðar Einarsson.
4. Elín Þórðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Kópavogi, f. 4. júní 1970. Sambýlismaður var Ísólfur Ásmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.